Grábjörn dró konu úr tjaldi og drap hana Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 12:46 Hér má sjá eina gildruna sem búið er að koma fyrir í bænum. AP/Tom Bauer Grábjörn dró konu út úr tjaldi hennar í bænum Ovando í Montana og banaði henni í vikunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna og fella björninn. Konan hét Leah Davis Lokan og var 65 ára gömul. Hún var í hópi hjólreiðamanna sem var á ferð um svæðið. Björninn drap konuna á þriðjudagsmorgun. Þá var það í annað sinn sem hann hafði komið á tjaldsvæðið sem hópurinn var á. Björninn er sagður hafa verið um 180 kíló að þyngd og hefur verið reynt að finna hann og fella en án árangurs. Ovando er lítill og vinsæll ferðamanna- og útilegustaður sem var gerður frægur í myndinni „A River Runs Through It“ frá 1992 eftir Robert Redford, með Brad Pitt í aðalhlutverki. AP fréttaveitan segir um þúsund hjólreiðamenn fara í gegnum bæinn á ári hverju auk annarra ferðamanna og margir tjaldi þar. Samferðamenn Lokan segja að þau hafi vaknað við björninn um klukkan þrjú, aðfaranótt þriðjudagsins. Hann hafi komið á tjaldsvæðið en ráfað fljótt á brott. Þau fjarlægðu þá öll matvæli úr tjöldum þeirra og fóru aftur að sofa. Skömmu eftir klukkan fjögur um nóttin barst fógeta Ovando tilkynning um að björn hefði ráðist á konu á tjaldsvæðinu. Aðrir gestir þar urðu varir við árásina og notuðu sérstakan bjarnarúða til að reka björninn á brott. Síðan þá hefur bjarndýrsins verið leitað úr lofti og á jörðu niðri, auk þess sem gildrur hafa verið lagðar. Þrátt fyrir það hefur dýrið ekki fundist en búið er að finna lífsýni úr birninum sem hægt yrði að bara saman við birni sem enduðu í gildrum en veiðiverðir telja sig geta þekkt björninn frá upptökum úr öryggismyndavélum. Bandaríkin Dýr Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Björninn drap konuna á þriðjudagsmorgun. Þá var það í annað sinn sem hann hafði komið á tjaldsvæðið sem hópurinn var á. Björninn er sagður hafa verið um 180 kíló að þyngd og hefur verið reynt að finna hann og fella en án árangurs. Ovando er lítill og vinsæll ferðamanna- og útilegustaður sem var gerður frægur í myndinni „A River Runs Through It“ frá 1992 eftir Robert Redford, með Brad Pitt í aðalhlutverki. AP fréttaveitan segir um þúsund hjólreiðamenn fara í gegnum bæinn á ári hverju auk annarra ferðamanna og margir tjaldi þar. Samferðamenn Lokan segja að þau hafi vaknað við björninn um klukkan þrjú, aðfaranótt þriðjudagsins. Hann hafi komið á tjaldsvæðið en ráfað fljótt á brott. Þau fjarlægðu þá öll matvæli úr tjöldum þeirra og fóru aftur að sofa. Skömmu eftir klukkan fjögur um nóttin barst fógeta Ovando tilkynning um að björn hefði ráðist á konu á tjaldsvæðinu. Aðrir gestir þar urðu varir við árásina og notuðu sérstakan bjarnarúða til að reka björninn á brott. Síðan þá hefur bjarndýrsins verið leitað úr lofti og á jörðu niðri, auk þess sem gildrur hafa verið lagðar. Þrátt fyrir það hefur dýrið ekki fundist en búið er að finna lífsýni úr birninum sem hægt yrði að bara saman við birni sem enduðu í gildrum en veiðiverðir telja sig geta þekkt björninn frá upptökum úr öryggismyndavélum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira