Fyrstu pakkarnir fundust á fimmtudag og hefur lögregla verið við leit á svæðinu síðan og fundið fjölda pakka með efninu. Hún biðlar til þeirra sem kunna að finna kókaínpakka við strendur í grenndinni að tilkynna það strax.
Fimm hafa verið handteknir vegna málsins og hefur þeim öllum verið sleppt gegn tryggingu.
Þar á meðal eru þrír menn sem eru grunaðir um innflutning á eiturlyfjum. Maður og kona voru einnig á meðal hinna handteknu og eru þau grunum um brot á eiturlyfjalögum en í frétt BBC er ekki tilgreint nákvæmlega hvernig þau eru grunuð um að tengjast málinu.