Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. júlí 2021 11:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar