Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Bardagi þeirra Conors McGregor og Dustins Poirier um helgina var ekki langur. getty/Jeff Bottari Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu bardagans sem fór fram í Las Vegas aðfaranótt sunnudags. Bardaginn var stöðvaður og Poirer dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Conor gekkst undir aðgerð í Los Angeles í gær. Hann sagði að hún hefði heppnast vel í myndbandi sem hann deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í morgun. „Allt gekk samkvæmt áætlun og mér líður frábærlega. Ég verð á hækjum í sex vikur og svo hefst endurhæfingin,“ sagði Conor. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir öll skilaboðin. Vonandi nutuð þið bardagakvöldsins. Ég vil þakka öllum sem voru í T Mobile höllinni, stemmningin þar var rafmögnuð. Þetta var rosaleg fyrsta lota og það hefði verið gott að fara í aðra lotu og sjá hvað myndi gerast en svona er þetta.“ Conor skaut svo á Poirier og sagði að sigur hans ætti ekki að telja. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Írinn. Þetta var þriðji bardagi Conors og Poiriers. Conor vann þann fyrsta 2014 en Poirier náði fram hefndum með því að sigra þann írska fyrr á þessu ári. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir mætist í fjórða sinn. MMA Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu bardagans sem fór fram í Las Vegas aðfaranótt sunnudags. Bardaginn var stöðvaður og Poirer dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Conor gekkst undir aðgerð í Los Angeles í gær. Hann sagði að hún hefði heppnast vel í myndbandi sem hann deildi með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í morgun. „Allt gekk samkvæmt áætlun og mér líður frábærlega. Ég verð á hækjum í sex vikur og svo hefst endurhæfingin,“ sagði Conor. „Ég vil þakka aðdáendum mínum um allan heim fyrir öll skilaboðin. Vonandi nutuð þið bardagakvöldsins. Ég vil þakka öllum sem voru í T Mobile höllinni, stemmningin þar var rafmögnuð. Þetta var rosaleg fyrsta lota og það hefði verið gott að fara í aðra lotu og sjá hvað myndi gerast en svona er þetta.“ Conor skaut svo á Poirier og sagði að sigur hans ætti ekki að telja. „Dustin, þú getur fagnað þessum ólöglega sigri en þú gerðir ekkert í búrinu. Það hefði sést í annarri lotu,“ sagði Írinn. Þetta var þriðji bardagi Conors og Poiriers. Conor vann þann fyrsta 2014 en Poirier náði fram hefndum með því að sigra þann írska fyrr á þessu ári. Ekki er loku fyrir það skotið að þeir mætist í fjórða sinn.
MMA Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sjá meira