NBA dagsins: Forðuðust að lenda í holu sem ekkert lið hefur komist upp úr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 15:05 Giannis Antetokounmpo hefur skorað samtals 83 stig í síðustu tveimur leikjum í úrslitum NBA-deildarinnar. getty/Justin Casterline Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig þegar Milwaukee Bucks vann Phoenix Suns, 120-100, í fyrsta heimaleik liðsins í úrslitum NBA-deildarinnar síðan 1974. Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn