Banna hraða tónlist til að draga úr útbreiðslu veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 07:38 Líkamsræktarstöðvar í Seúl mega ekki spila of hraða tónlist. Chung Sung-Jun/Getty Líkamsræktarstöðvum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og nágrenni hefur verið bannað að spila hraða tónlist í húsakynnum sínum, til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa þannig lagt blátt bann við því að spiluð verði lög sem eru hraðari en 120 slög á mínútu, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Auk þess verður hámarkshraði hlaupabretta sex kílómetrar á klukkustund. Þetta segja yfirvöld vera til þess fallið að koma í veg fyrir að fólk andi of hratt í ræktinni eða að svitadropar skvettist frá manni til manns, með mögulegri sýkingarhættu sem kynni að fylgja því. Eigendur stöðvanna efins Ný bylgja faraldursins ríður nú yfir Suður-Kóreu, sem hefur heilt yfir staðið nokkuð vel frá upphafi faraldursins á fyrri hluta síðasta árs. Yfir 51 milljón manna býr í landinu en rétt rúmlega 170 þúsund manns hafa greinst með veiruna þar í landi, og 2.046 látist af völdum Covid-19. Þó hafa aldrei jafn margir greinst með veiruna þar í landi og í gær, eða 1.150. Forsætisráðherrann þar í landi, Kim Boo-kyum, sagði á föstudag að kórónuveirukrísan hefði náð algjöru hámarki í landinu. Auk ofangreindra ráðstafana hefur líkamsræktarstöðvum verið gert að loka dyrum sínum ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk ekki verja meira en tveimur klukkustundum inni í íþrótta- og líkamsræktarmannvirkjum á degi hverjum, auk þess sem ekki er leyfilegt að fara í sturtu á slíkum stöðum. BBC hefur eftir einum eiganda líkamsræktarstöðvar í Seúl að hann sé efins um að tónlistarval hafi mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar. Þá segir hann erfitt að ætla að stjórna því hvað fólk hlusti á með heyrnartólum sínum, sem eru staðalbúnaður í huga margra þegar haldið er í ræktina. Stjórnvöld í landinu sega ráðstafanirnar hins vegar koma í veg fyrir það að loka þurfi líkamsræktarstöðvum alfarið.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira