Óvægin umræða á samfélagsmiðlum þáttur í andlegri vanlíðan dýralækna Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 13:42 Dýralæknafélag Íslands segir að umfjöllun um dýralækna geti oft verið mjög óvægin og ósanngjörn. Vísir/vilhelm Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi og segjast 75% þeirra finna fyrir andlegum eða líkamlegum einkennum vegna mikils álags. Þetta er niðurstaða könnunar sem Dýralæknafélag Íslands lét gera á líðan dýralækna í starfi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan. Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan.
Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31
Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18
Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39