Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 10:23 Slökkviliðsmenn að störfum í Washington. AP/Pete Caster Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur. Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021 Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021
Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira