Lof og last 12. umferðar: Sindri Kristinn, Arnþór Ingi, Orrarnir tveir í Árbæ og liðum að fatast flugið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2021 10:31 Arnþór Ingi og Sindri Kristinn koma báðir við sögu í Lof og Last í dag. Vísir/Hulda Margrét Tólftu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk loks í gærkvöld. Hún hófst þann 16. júní en vegna landsleikja og Evrópuleikja færðist hún til svo henni lauk loks þann 13. júlí. Mikið gekk á í umferðinni og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Seiglan í Sindri Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, lenti í hörku árekstri við samherja sinn strax á 3. mínútu í leik Keflavíkur og KR sem fram fór í Vesturbæ Reykjavíkur. Þó Keflavík hafi tapað leiknum 1-0 þá átti Sindri Kristinn frábæran leik og varði til að mynda vítaspyrnu frá Pálma Rafni Pálmasyni. Arnþór Ingi Kristinsson Spilaði loks heilan leik í sigri KR á Keflavík. Hafði spilað 83 mínútur í sigrinum gegn KR í umferðinni á undan og virðist loksins vera að ná upp fyrri styrk. Skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu vinstri fótar skoti fyrir utan teig, eitthvað sem ku vera þaulæft. Arnþór Ingi hefur komið við sögu í sjö leikjum hjá KR á tímabilinu, aðeins einn þeirra hefur tapast á meðan KR hefur landað sigri í hinum sex. Orrarnir tveir í Árbæ Nafnarnir Orri Sveinn Stefánsson og Orri Hrafn Kjartansson tryggðu Fylki dýrmætan sigur í umferðinni en Árbæingar hefðu verið í blússandi fallbaráttu hefði leikurinn ekki unnist. Miðvörðurinn Orri Sveinn var fljótastur að bregðast við eftir að boltinn small í stönginni en markið hans Orra Hrafns var einkar snoturt. Tvöföld skæri og skot niðri í nær hornið. Last Færanýting Blika Breiðablik mætti á Hlíðarenda og tapaði 3-1 fyrir Vals. Blikar spiluðu frábæran fótbolta en gekk bölvanlega þegar kom að því að setja boltann í netið. Á öðrum degi hefðu lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar unnið þægilegan sigur en allt kom fyrir ekki. Þá myndaðist umræða um að Blikar hafi verið undir í baráttunni. Víkingur og KA Bæði lið hófu tímabilið af miklum krafti en nú virðist sem þeim sé að fatast flugið. Víkingur gerði markalaust jafntefli við HK inn í Kór og KA tapaði í Árbæ. Erfitt að tala um að Víkingum sé að fatast flugið þegar liðið er í 2. sæti deildarinnar. Víkingar hafa þó aðeins unnið 1 af síðustu 4 leikjum sínum og alls 2 af síðustu 7. KA hefur tapað 3 af síðustu 4 og aðeins unnið 1 af síðustu 5 leikjum sínum. Skaginn Áttu lítið sem ekkert skilið úr leik sínum við nýliða Leiknis Reykjavíkur. Töpuðu 2-0 en tapið hefði hæglega getað verið stærra. Sitja sem fastast á botni deildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Það sem verra er þá virtist baráttan og andinn úr Skagamönnum, þeir voru undir í allri baráttu. Eitthvað sem er ekki tengt við ÍA. Lengjudeildin 2022 blasir við. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín. 13. júlí 2021 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KA 2-1 |Mikilvægur heimasigur í Árbænum Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri. 13. júlí 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 3-1 | Íslandsmeistararnir aftur á beinu brautina Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 3-1 sigur á Breiðablik þegar liðin mættust á Origo-vellinum fyrr í kvöld. 16. júní 2021 22:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-1 | Gestirnir snúið genginu við á meðan ekkert gengur upp hjá Hafnfirðingum Stjarnan sótti stig í Kaplakrika er liðið mætti FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Stjarnan hefur nú náð í fjögur stig gegn Val og FH í síðustu tveimur leikjum á meðan FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum. 16. júní 2021 22:10 Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Seiglan í Sindri Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, lenti í hörku árekstri við samherja sinn strax á 3. mínútu í leik Keflavíkur og KR sem fram fór í Vesturbæ Reykjavíkur. Þó Keflavík hafi tapað leiknum 1-0 þá átti Sindri Kristinn frábæran leik og varði til að mynda vítaspyrnu frá Pálma Rafni Pálmasyni. Arnþór Ingi Kristinsson Spilaði loks heilan leik í sigri KR á Keflavík. Hafði spilað 83 mínútur í sigrinum gegn KR í umferðinni á undan og virðist loksins vera að ná upp fyrri styrk. Skoraði sigurmark leiksins með glæsilegu vinstri fótar skoti fyrir utan teig, eitthvað sem ku vera þaulæft. Arnþór Ingi hefur komið við sögu í sjö leikjum hjá KR á tímabilinu, aðeins einn þeirra hefur tapast á meðan KR hefur landað sigri í hinum sex. Orrarnir tveir í Árbæ Nafnarnir Orri Sveinn Stefánsson og Orri Hrafn Kjartansson tryggðu Fylki dýrmætan sigur í umferðinni en Árbæingar hefðu verið í blússandi fallbaráttu hefði leikurinn ekki unnist. Miðvörðurinn Orri Sveinn var fljótastur að bregðast við eftir að boltinn small í stönginni en markið hans Orra Hrafns var einkar snoturt. Tvöföld skæri og skot niðri í nær hornið. Last Færanýting Blika Breiðablik mætti á Hlíðarenda og tapaði 3-1 fyrir Vals. Blikar spiluðu frábæran fótbolta en gekk bölvanlega þegar kom að því að setja boltann í netið. Á öðrum degi hefðu lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar unnið þægilegan sigur en allt kom fyrir ekki. Þá myndaðist umræða um að Blikar hafi verið undir í baráttunni. Víkingur og KA Bæði lið hófu tímabilið af miklum krafti en nú virðist sem þeim sé að fatast flugið. Víkingur gerði markalaust jafntefli við HK inn í Kór og KA tapaði í Árbæ. Erfitt að tala um að Víkingum sé að fatast flugið þegar liðið er í 2. sæti deildarinnar. Víkingar hafa þó aðeins unnið 1 af síðustu 4 leikjum sínum og alls 2 af síðustu 7. KA hefur tapað 3 af síðustu 4 og aðeins unnið 1 af síðustu 5 leikjum sínum. Skaginn Áttu lítið sem ekkert skilið úr leik sínum við nýliða Leiknis Reykjavíkur. Töpuðu 2-0 en tapið hefði hæglega getað verið stærra. Sitja sem fastast á botni deildarinnar með sex stig eftir 12 leiki. Það sem verra er þá virtist baráttan og andinn úr Skagamönnum, þeir voru undir í allri baráttu. Eitthvað sem er ekki tengt við ÍA. Lengjudeildin 2022 blasir við. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín. 13. júlí 2021 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KA 2-1 |Mikilvægur heimasigur í Árbænum Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri. 13. júlí 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59 Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 3-1 | Íslandsmeistararnir aftur á beinu brautina Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 3-1 sigur á Breiðablik þegar liðin mættust á Origo-vellinum fyrr í kvöld. 16. júní 2021 22:05 Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-1 | Gestirnir snúið genginu við á meðan ekkert gengur upp hjá Hafnfirðingum Stjarnan sótti stig í Kaplakrika er liðið mætti FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Stjarnan hefur nú náð í fjögur stig gegn Val og FH í síðustu tveimur leikjum á meðan FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum. 16. júní 2021 22:10 Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín. 13. júlí 2021 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KA 2-1 |Mikilvægur heimasigur í Árbænum Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri. 13. júlí 2021 22:29
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. 12. júlí 2021 21:59
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 3-1 | Íslandsmeistararnir aftur á beinu brautina Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 3-1 sigur á Breiðablik þegar liðin mættust á Origo-vellinum fyrr í kvöld. 16. júní 2021 22:05
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-1 | Gestirnir snúið genginu við á meðan ekkert gengur upp hjá Hafnfirðingum Stjarnan sótti stig í Kaplakrika er liðið mætti FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Stjarnan hefur nú náð í fjögur stig gegn Val og FH í síðustu tveimur leikjum á meðan FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum. 16. júní 2021 22:10