Icelandair skoðar vetnis- og rafknúið innanlandsflug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2021 10:17 Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair Group. Vísir/Arnar Icelandair Group hefur skrifað undir tvær viljayfirlýsingar um að kanna möguleika á orkuskiptum í innanlandsflugi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að annars vegar sé um að ræða viljayfirlýsingu við fyrirtækið Universal Hydrogen, fyrirtæki sem hefur hannað orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar vélar. Þá hefur félagið einnig skrifað undir viljayfirlýsingu við Heart Aerospace sem vinnur að þróun farþegaflugvéla sem ganga fyrir rafmagni. „Icelandair hefur metnað til að minnka kolefnisspor af flugstarfsemi og til þess að ná alþjóðlegum viðmiðum um kolefnislosun er ljóst að þörf er á umhverfisvænum lausnum í flugi sem hægt er að taka í notkun sem fyrst,“ segir í tilkynningunni. Stuttar flugleiðir og greiður aðgangur að raforku af endurnýjanlegum uppruna setji Ísland í lykilstöðu hvað varði orkuskipti í innanlandsflugi. Verkefnin falli einnig vel að stefnuramma stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustu sem miði að því að gera Ísland leiðandi í sjálfbærni. Icelandair hefur unnið með Heart Aerospace um nokkurt skeið og mun á næstunni setja af stað greiningarvinnu í samvinnu við Universal Hydrogen. Á sama tíma mun félagið hefja samtal við helstu hagaðila, svo sem rafmagns- og vetnisframleiðendur, flutningafyrirtæki og flugvallarekendur. „Icelandair setur markið hátt þegar kemur að umhverfismálum og við teljum okkur vera í góðri stöðu til að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Heart Aoerospace og Universal Hydrogen hafa kynnt spennandi lausnir sem henta vel fyrir innanlandsflug og hægt væri að taka í notkun innan fárra ára. Eftir því sem tækninni fleygir fram vonumst við til þess að hægt verði að nýta þá reynslu sem skapast af orkuskiptum í innanlandsflugi til hraðari innleiðingar nýrra orkugjafa í millilandaflugi. Það er ánægjulegt að vera á meðal fyrstu þátttakenda í þessum verkefnum sem gætu gjörbreytt kolefnislosun í innanlandsflugi á fáum árum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair Group. Icelandair Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. 12. október 2020 22:12 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þar segir að annars vegar sé um að ræða viljayfirlýsingu við fyrirtækið Universal Hydrogen, fyrirtæki sem hefur hannað orkuskiptabúnað sem gæti breytt Dash-8 vélum Icelandair í vetnisknúnar vélar. Þá hefur félagið einnig skrifað undir viljayfirlýsingu við Heart Aerospace sem vinnur að þróun farþegaflugvéla sem ganga fyrir rafmagni. „Icelandair hefur metnað til að minnka kolefnisspor af flugstarfsemi og til þess að ná alþjóðlegum viðmiðum um kolefnislosun er ljóst að þörf er á umhverfisvænum lausnum í flugi sem hægt er að taka í notkun sem fyrst,“ segir í tilkynningunni. Stuttar flugleiðir og greiður aðgangur að raforku af endurnýjanlegum uppruna setji Ísland í lykilstöðu hvað varði orkuskipti í innanlandsflugi. Verkefnin falli einnig vel að stefnuramma stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustu sem miði að því að gera Ísland leiðandi í sjálfbærni. Icelandair hefur unnið með Heart Aerospace um nokkurt skeið og mun á næstunni setja af stað greiningarvinnu í samvinnu við Universal Hydrogen. Á sama tíma mun félagið hefja samtal við helstu hagaðila, svo sem rafmagns- og vetnisframleiðendur, flutningafyrirtæki og flugvallarekendur. „Icelandair setur markið hátt þegar kemur að umhverfismálum og við teljum okkur vera í góðri stöðu til að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Heart Aoerospace og Universal Hydrogen hafa kynnt spennandi lausnir sem henta vel fyrir innanlandsflug og hægt væri að taka í notkun innan fárra ára. Eftir því sem tækninni fleygir fram vonumst við til þess að hægt verði að nýta þá reynslu sem skapast af orkuskiptum í innanlandsflugi til hraðari innleiðingar nýrra orkugjafa í millilandaflugi. Það er ánægjulegt að vera á meðal fyrstu þátttakenda í þessum verkefnum sem gætu gjörbreytt kolefnislosun í innanlandsflugi á fáum árum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrar Icelandair Group.
Icelandair Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Tengdar fréttir Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. 12. október 2020 22:12 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. 12. október 2020 22:12
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24