Bílvelta við Rauðavatn í nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 06:21 Bíllinn er verulega illa farinn. Aðsend Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í nótt eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi nærri Rauðavatni rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Greint var frá slysinu í fréttaskeyti lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang en meiðsli þeirra sem voru í bílnum eru líkast til ekki alvarleg miðað við umfang útkallsins hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti nokkrum fjölda útkalla vestan Elliðaár í nótt. Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferði þar sem viðkomandi var sagður reyna að opna bifreiðar á tiltekinni götu. Lögreglumenn óku um hverfið án þess að finna viðkomandi. Hann var ekki tilkynntur aftur. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar. Maður sagðist hafa séð annan fara með rafmagnshlaupjól inn í hús. Lögregla rannsakaði málið og var rökstuddur grunur um að hjólið væri þýfi. Hjólið var haldlagt í þágu rannsóknar málsins. Þjófurinn er sagður þekktur hjá lögreglu vegna fyrri afbrota. Annar íbúi tilkynnti sömuleiðis þjófnað á hlaupahjóli úr fjölbýlishúsi. Karlmaður var sleginn fyrir utan öldurhús í miðborginni. Hann var fluttur á með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ástand hans liggur ekki fyrir. Þá var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var látinn laus eftir sýnatöku. Nokkrar tilkynningar um ölvunarónæði í miðborginni bárust lögreglu. Þær voru fljótafgreiddar segir í fréttaskeyti lögreglu. Rólegra var á lögreglustöð þrjú sem sinnir meðal annars Kópavogi og Breiðholti. Tilkynnt var um þjófnað í matvöruverslun og var málið afgreitt á vettvangi. Þá er innbrot á heimili í nótt til rannsóknar. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Samgönguslys Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang en meiðsli þeirra sem voru í bílnum eru líkast til ekki alvarleg miðað við umfang útkallsins hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti nokkrum fjölda útkalla vestan Elliðaár í nótt. Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferði þar sem viðkomandi var sagður reyna að opna bifreiðar á tiltekinni götu. Lögreglumenn óku um hverfið án þess að finna viðkomandi. Hann var ekki tilkynntur aftur. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar. Maður sagðist hafa séð annan fara með rafmagnshlaupjól inn í hús. Lögregla rannsakaði málið og var rökstuddur grunur um að hjólið væri þýfi. Hjólið var haldlagt í þágu rannsóknar málsins. Þjófurinn er sagður þekktur hjá lögreglu vegna fyrri afbrota. Annar íbúi tilkynnti sömuleiðis þjófnað á hlaupahjóli úr fjölbýlishúsi. Karlmaður var sleginn fyrir utan öldurhús í miðborginni. Hann var fluttur á með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Ástand hans liggur ekki fyrir. Þá var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var látinn laus eftir sýnatöku. Nokkrar tilkynningar um ölvunarónæði í miðborginni bárust lögreglu. Þær voru fljótafgreiddar segir í fréttaskeyti lögreglu. Rólegra var á lögreglustöð þrjú sem sinnir meðal annars Kópavogi og Breiðholti. Tilkynnt var um þjófnað í matvöruverslun og var málið afgreitt á vettvangi. Þá er innbrot á heimili í nótt til rannsóknar.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Samgönguslys Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira