Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 08:44 Lögregla stendur nærri veggmynd af Jovenel Moise. Pólitísk upplausn ríkir í landinu eftir morðið á forsetanum. Ap/Joseph Odelyn Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið. Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Herard var færður í gæsluvarðhald að lokinni yfirheyrslu í gær, að sögn samstarfsmannsins Carls Martin sem vinnur nú að málsvörn hans. Að sögn Martin fékk Herard þau svör frá lögreglu að ákvörðun um gæsluvarðhald hans hafi „komið að ofan.“ Þetta kemur fram í frétt CNN en Martin segist hafa rætt við Herard eftir yfirheyrsluna í gær. Þá hafi lögregla verið búin að taka vopn hans og síma og færa Herard stuttlega í einangrun af öryggisástæðum. Pólitísk upplausn ríkir á Haítí eftir að hópur manna réðst inn í forsetahöllina þann 7. júlí og myrti Jovenel Moise, forseta landsins. Að minnsta kosti þrír stjórnmálamenn í landinu telja sig nú vera leiðtoga landsins og bætist stjórnarkreppan ofan á vaxandi völd glæpaklíka í landinu. Telja að minnst 28 tengist morðinu Fjöldi manna er í haldi lögreglu vegna málsins en fram hefur komið að þeirra á meðal séu bandarískir ríkisborgarar. Þá var greint frá því í fyrradag að nokkrir þeirra sem taldir eru tengjast morðinu á forsetanum hafi áður starfað sem upplýsingaaðilar fyrir bandarísk löggæsluyfirvöld, þar á meðal alríkislögregluna. Lögreglan á Haíti telur að minnst 28 einstaklingar tengist morðinu og að margir þeirra hafi verið kólumbískir málaliðar ráðnir í gegnum öryggisfyrirtæki í Flórída. Interpol og bandaríska alríkislögreglan kemur að rannsókn málsins. Á mánudag handtók lögregla 63 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa stýrt og skipulagt tilræðið. Hinn grunaði er læknir af haítískum uppruna sem búið hefur í Flórída í Bandaríkjunum. Christian Emmanuel Sanon kom til síns gamla heimalands á dögunum um borð í einkaþotu og fullyrðir lögreglustjórinn Leon Charles að Sanon hafi ætlað að steypa forsetanum Jovenel Moise af stóli og taka sjálfur við völdunum í landinu. Tveir aðrir eru einnig taldir hafa skipulagt tilræðið.
Haítí Tengdar fréttir Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Segja lækni hafa staðið að baki morðinu á forsetanum Lögregluyfirvöld á Haítí segjast hafa handtekið einn af höfuðpaurum árásarinnar á forseta landsins sem skotinn var til bana í síðustu viku. 12. júlí 2021 06:43
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Reyna að púsla atburðarásinni á Haítí saman og heita því að hafa hendur í hári höfuðpaursins Yfirmenn lögreglunnar á Haítí vinna nú að því að púsla saman þeim upplýsingum sem fyrir liggja um morð Jovenel Moise, forseta landsins, sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags. Hópur þungvopnaðra málaliða réðst á heimili hans og skaut hann til bana, auk þess sem eiginkona hans var særð lífshættulega. 9. júlí 2021 11:09