Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120 Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 11:31 Blikar eru í bestri stöðu íslensku liðanna þriggja sem spila í kvöld, eftir 3-2 útisigur. Útivallarmörk telja þó ekki meira en mörk skoruð á heimavelli, eftir reglubreytingu UEFA í sumar. vísir/Hulda Margrét FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar. FH og Stjarnan leika á Írlandi í dag þar sem FH er með 1-0 forskot gegn Sligo Rovers en staðan er jöfn hjá Stjörnunni og Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg á Kópavogsvelli klukkan 19, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-2. Fjórða íslenska liðið í Sambandsdeildinni er svo Valur, sem kominn er í 2. umferð. Þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu féllu þeir nefnilega niður í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir mæta Bodö/Glimt frá Noregi. Meistarar Vals hafa þegar tryggt sér 810.000 evrur, jafnvirði tæplega 120 milljóna króna, vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum í ár, jafnvel þó að þeir tapi gegn Bodö/Glimt. Fá 37 milljónir króna ef þau falla úr leik í dag en ferðakostnaður dregst frá Hafa ber hins vegar í huga að ferðalögin í leiki kosta sitt fyrir íslensk félög, sérstaklega vegna kröfu UEFA um leiguflug vegna kórónuveirufaraldursins. Valur þurfti að ferðast alla leið til Króatíu en deildi reyndar kostnaði með Breiðabliki sem fór til Lúxemborgar, og FH og Stjarnan deila einnig flugvél til Írlands. Valsmenn mættu króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb, í undankeppni Meistaradeildarinnar, en féllu úr keppni eftir flotta frammistöðu. Þeir spila því í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.vísir/bára Ef Breiðablik, FH eða Stjarnan fellur úr leik í dag fær viðkomandi lið samtals 250.000 evrur, jafnvirði tæplega 37 milljóna króna, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár. Komist lið í 2. umferð fær það að lágmarki 550.000 evrur, rúmar 80 milljónir króna, samanlagt fyrir þátttöku sína. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.) Það fást nefnilega 100.000 evrur fyrir að spila á hverju af fjórum stigum undankeppninnar, og svo sífellt hærri „kveðjuupphæð“ eftir því hvenær liðin falla úr leik. Falli lið úr keppni í 1. umferð fá þau 150.000 evrur að kveðju, 350.000 að kveðju í 2. umferð, 550.000 að kveðju í 3. umferð og 750.000 evrur að kveðju falli þau úr leik í umspili. Lið sem fellur úr leik í umspili fær því samtals 1.150.000 evrur (168 milljónir króna) fyrir að hafa spilað á fjórum stigum og fallið úr leik. Mun hærri upphæðir eru svo í boði fyrir liðin sem spila í sjálfri riðlakeppninni. Stórlið á borð við Tottenham og Roma bíða Sambandsdeildin er ný keppni og sú þriðja og neðsta í styrkleikaröðun UEFA. Meistaradeildin er sterkust og Evrópudeildin, þar sem liðum hefur verið fækkað til muna, er mitt á milli. Á meðal liða sem leika í Sambandsdeildinni eru Tottenham og Roma en þau mæta ekki til leiks fyrr en í 4. og síðustu umferð undankeppninnar, hinu svokallaða umspili um sæti í riðlakeppninni sem fram fer í haust. Freista þess að vinna aftur Evrópusæti fyrir íslenskan fótbolta Íslensku liðin eru því langt frá því að komast í riðlakeppnina en eins og fyrr segir er mikið í húfi fyrir hvert skref sem þau stíga í undankeppninni hvað verðlaunafé varðar. Við það bætist svo að hver sigur og hvert jafntefli telur fyrir Ísland sem þarf að komast upp styrkleikalista UEFA til að fá aftur fjögur sæti í Evrópukeppnum, en aðeins þrjú sæti eru í boði fyrir íslensk lið í Evrópukeppnum næsta árs. Sambandsdeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
FH og Stjarnan leika á Írlandi í dag þar sem FH er með 1-0 forskot gegn Sligo Rovers en staðan er jöfn hjá Stjörnunni og Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg á Kópavogsvelli klukkan 19, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-2. Fjórða íslenska liðið í Sambandsdeildinni er svo Valur, sem kominn er í 2. umferð. Þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu féllu þeir nefnilega niður í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem þeir mæta Bodö/Glimt frá Noregi. Meistarar Vals hafa þegar tryggt sér 810.000 evrur, jafnvirði tæplega 120 milljóna króna, vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum í ár, jafnvel þó að þeir tapi gegn Bodö/Glimt. Fá 37 milljónir króna ef þau falla úr leik í dag en ferðakostnaður dregst frá Hafa ber hins vegar í huga að ferðalögin í leiki kosta sitt fyrir íslensk félög, sérstaklega vegna kröfu UEFA um leiguflug vegna kórónuveirufaraldursins. Valur þurfti að ferðast alla leið til Króatíu en deildi reyndar kostnaði með Breiðabliki sem fór til Lúxemborgar, og FH og Stjarnan deila einnig flugvél til Írlands. Valsmenn mættu króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb, í undankeppni Meistaradeildarinnar, en féllu úr keppni eftir flotta frammistöðu. Þeir spila því í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.vísir/bára Ef Breiðablik, FH eða Stjarnan fellur úr leik í dag fær viðkomandi lið samtals 250.000 evrur, jafnvirði tæplega 37 milljóna króna, fyrir þátttöku sína í Evrópukeppni í ár. Komist lið í 2. umferð fær það að lágmarki 550.000 evrur, rúmar 80 milljónir króna, samanlagt fyrir þátttöku sína. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.) Það fást nefnilega 100.000 evrur fyrir að spila á hverju af fjórum stigum undankeppninnar, og svo sífellt hærri „kveðjuupphæð“ eftir því hvenær liðin falla úr leik. Falli lið úr keppni í 1. umferð fá þau 150.000 evrur að kveðju, 350.000 að kveðju í 2. umferð, 550.000 að kveðju í 3. umferð og 750.000 evrur að kveðju falli þau úr leik í umspili. Lið sem fellur úr leik í umspili fær því samtals 1.150.000 evrur (168 milljónir króna) fyrir að hafa spilað á fjórum stigum og fallið úr leik. Mun hærri upphæðir eru svo í boði fyrir liðin sem spila í sjálfri riðlakeppninni. Stórlið á borð við Tottenham og Roma bíða Sambandsdeildin er ný keppni og sú þriðja og neðsta í styrkleikaröðun UEFA. Meistaradeildin er sterkust og Evrópudeildin, þar sem liðum hefur verið fækkað til muna, er mitt á milli. Á meðal liða sem leika í Sambandsdeildinni eru Tottenham og Roma en þau mæta ekki til leiks fyrr en í 4. og síðustu umferð undankeppninnar, hinu svokallaða umspili um sæti í riðlakeppninni sem fram fer í haust. Freista þess að vinna aftur Evrópusæti fyrir íslenskan fótbolta Íslensku liðin eru því langt frá því að komast í riðlakeppnina en eins og fyrr segir er mikið í húfi fyrir hvert skref sem þau stíga í undankeppninni hvað verðlaunafé varðar. Við það bætist svo að hver sigur og hvert jafntefli telur fyrir Ísland sem þarf að komast upp styrkleikalista UEFA til að fá aftur fjögur sæti í Evrópukeppnum, en aðeins þrjú sæti eru í boði fyrir íslensk lið í Evrópukeppnum næsta árs.
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild UEFA í dag: 17.00 Sligo Rovers - FH (0-1) 18.45 Bohemians - Stjarnan (1-1) 19.00 Breiðablik - Racing (3-2) Leikir í 2. umferð: Valur - Bodö Glimt (Nor.) FH/Sligo Rovers - Rosenborg (Nor.) Bohemians/Stjarnan - Dudelange (Lúx.) Breiðablik/Racing - Austria Vín (Aus.)
Sambandsdeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira