Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun en hann var dæmdur fyrir tvær nauðganir í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. Joshua Ikechukwu Mogbolu var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir nauðganir árið 2020 gagnvart tveimur konum. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Grunaður um þriðju nauðgunina Samkvæmt upplýsingum fréttastofu situr Joshua nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 20. júlí. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum sem birtist í síðustu viku átti fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði þá hitt konuna úti á lífinu. Fyrir dómi lýsti konan hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann virt það að vettugi. Hún hafi á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Hélt aftur fram að samfarir væri með vilja beggja Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Joshua og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Joshua Ikechukwu Mogbolu var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir nauðganir árið 2020 gagnvart tveimur konum. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Grunaður um þriðju nauðgunina Samkvæmt upplýsingum fréttastofu situr Joshua nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 20. júlí. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum sem birtist í síðustu viku átti fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði þá hitt konuna úti á lífinu. Fyrir dómi lýsti konan hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann virt það að vettugi. Hún hafi á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Hélt aftur fram að samfarir væri með vilja beggja Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Joshua og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira