Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins Elma Rut Valtýsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júlí 2021 20:46 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið. Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“ Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira