47 flugvélar munu halda frá Keflavíkurflugvelli í dag og er því viðbúið að fjöldi Íslendinga sé á leið í frí í sól og sumaryl. Fyrsta vélin flaug af stað klukkan sex í morgun en sú var á leið til Parísar. Miklar raðir mynduðust, sem minntu á tíma fyrir faraldurinn, á vellinum eins og sjá má á myndunum. Biðin náði allt að fjörutíu mínútum.

Flugvélarnar eru á leið bæði til nágrannalanda okkar í Evrópu, þar á meðal Danmerkur, Noregs og Englands, en einnig vesturum haf til Kanada og Bandaríkjanna.
Þá verður ekki minna um að vera í komusal á Leifsstöð en 48 flug kom til Keflavíkurflugvallar í dag. Fyrsta vélin, frá New York, lenti í Keflavík rétt eftir klukkan sjö í morgun en það síðasta er áætlað að komi rétt fyrir miðnætti í kvöld.