Bregðast þurfi við brottkasti en einnig ræða aðferðir Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 19:31 Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Egill Aðalsteinsson Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að brottkast sé stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafi hingað til haldið fram. Hann segir að eftirlitsaðferðir Fiskistofu verði að vera til umræðu þegar leitað er að lausnum við vandanum. Um helgina greindi fréttastofa frá því að Fiskistofa hefði svipt bát veiðileyfi í tvær vikur vegna stórfellds brottkasts. Það er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur veiðileyfi vegna brottkasts eftir að stofnunin hóf eftirlit með drónum í janúar. Síðan þá hefur brottkastmálum fjölgað mikið. Fiskistofa hefur óskað eftir samráði við sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um úrbætur. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda segir það liggja í hlutarins eðli að grípa þurfi til aðgerða. „Það er búið að setja kíki fyrir blinda augað í þessum málum í langan tíma. Brottkast er náttúrulega alþjóðlegt vandamál í fiskveiðum og einhvern veginn höfum við í gegnum síðustu árin verið að telja okkur trú um það á Íslandi að þetta sé ekkert vandamál hér,“ segir Arthur. Gagnrýnir eftirlitsaðferðir Fiskistofu Arthur segist hins vegar kominn á þá skoðun að það sé ansi langt frá sannleikanum og telur augljóst að aukið eftirlit Fiskistofu hafi varpað frekara ljósi á umfang brottkasts íslenskra skipa. Hann hefur þó verið gagnrýninn á eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. „Samkvæmt mínum lesskilningi þá er þessi aðferðafræði sem Fiskistofa hefur notað hingað til miklu líkari því að verið sé að njósna um menn, en að stunda rafrænt eftirlit. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á.“ Hann segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að brottkast er jafn mikið og raun ber vitni. „Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðikerfi þar sem mönnum er úthlutað í kílóum beri með sér mjög sterkan hvata til þess, sérstaklega þegar veiðiheimildir eru takmarkaðar, að menn fari að sortera það sem komið er með í land,“ segir Arthur. Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Um helgina greindi fréttastofa frá því að Fiskistofa hefði svipt bát veiðileyfi í tvær vikur vegna stórfellds brottkasts. Það er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur veiðileyfi vegna brottkasts eftir að stofnunin hóf eftirlit með drónum í janúar. Síðan þá hefur brottkastmálum fjölgað mikið. Fiskistofa hefur óskað eftir samráði við sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi um úrbætur. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda segir það liggja í hlutarins eðli að grípa þurfi til aðgerða. „Það er búið að setja kíki fyrir blinda augað í þessum málum í langan tíma. Brottkast er náttúrulega alþjóðlegt vandamál í fiskveiðum og einhvern veginn höfum við í gegnum síðustu árin verið að telja okkur trú um það á Íslandi að þetta sé ekkert vandamál hér,“ segir Arthur. Gagnrýnir eftirlitsaðferðir Fiskistofu Arthur segist hins vegar kominn á þá skoðun að það sé ansi langt frá sannleikanum og telur augljóst að aukið eftirlit Fiskistofu hafi varpað frekara ljósi á umfang brottkasts íslenskra skipa. Hann hefur þó verið gagnrýninn á eftirlitsaðferðir stofnunarinnar. „Samkvæmt mínum lesskilningi þá er þessi aðferðafræði sem Fiskistofa hefur notað hingað til miklu líkari því að verið sé að njósna um menn, en að stunda rafrænt eftirlit. Þetta er eitt af því sem þarf að taka á.“ Hann segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að brottkast er jafn mikið og raun ber vitni. „Ég er þeirrar skoðunar að fiskveiðikerfi þar sem mönnum er úthlutað í kílóum beri með sér mjög sterkan hvata til þess, sérstaklega þegar veiðiheimildir eru takmarkaðar, að menn fari að sortera það sem komið er með í land,“ segir Arthur.
Sjávarútvegur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira