Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 08:00 Leiknismenn unnu góðan 2-0 sigur á Stjörnunni í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast