Vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða vegna stöðunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 17:20 Björn Rúnar Lúðvíksson hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni. Stöð 2 Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var meðal gesta Þórdísar Valdsóttur og Benedikts Valssonar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það gerði hann grein fyrir nýjum rannsóknum á bóluefnum fyrir yngri aldurshópa. „Það eru komnar nokkuð góðar niðurstöður varðandi notkun á bóluefni fyrir tólf til sextán ára börn og þær sýna mjög góðan árangur og nánast hundrað prósent vernd. Það hefur hins vegar komið í ljós að sérstaklega í unglingum eða aðeins eldri aldursbili hópsins að þá hafa verið vísbendingar um að það gæti verið mjög sjaldgæf aukaverkun varðandi bólgu í hjartavöðva sem er talið mjög sjaldgæft þannig það er eitt af því sem menn hafa varann á með sér en annars eru bóluefnin talin örugg.“ Hann segir að bóluefni Pfizer fyrir þennan aldurshóp hafi verið samþykkt af Evrópsku, Bandarísku og Kanadísku lyfjastofnuninni. Þá segir hann að fyrir þremur vikum hafi komið fram niðurstöður úr fasa eitt og tvö á kínverskri rannsókn. „Það var á börnum frá tveggja til sextán ára. Þetta er mjög lítill hópur en þær niðurstöður benda til þess að bóluefnið sé virkt.“ Hafa séð langvarandi einkenni meðal barna Þá sé fólk á báðum áttum hvort bólusetja eigi börn. Hann segir að fólk sem sé mótfallið því tefli fram þeim rökum að börn smiti síður og fá síður alvarlega sjúkdóma. „Rökin með eru þau að það er ákveðinn hundraðshluti sem er að fá langvarandi einkenni og heilsubrest og það hefur sést hér á landi meðal barna.“ „Svo hafa menn bent á að þetta delta afbrigði smiti frekar börn heldur en hin afbrigðin.“ Býst við háum smittölum næstu daga Inntur eftir því hvort aðgerðir á landamærum séu nægar segir hann að þær séu gott fyrsta skref. „Ég hefði persónulega viljað sjá frekari takmarkanir á opnunartíma skemmtistaða. Ég held að fólk missi svolítið af sér beislið þegar líða fer á nóttina og hætti að huga að almennum vörnum.“ Hann segist búast við háum smittölum næstu daga, „Ég hugsa það. Ég hugsa að það muni örugglega aukast nokkuð fram yfir verslunarmannahelgi. Þar til mesti skemmtanabransinn fari að síga niður. Verslunarmannahelgin er framundan og maður hefur pínu áhyggjur af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir 38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02 Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20. júlí 2021 11:02
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20. júlí 2021 11:44
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06
Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. 20. júlí 2021 14:50