Keflavík greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag, en Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðan hann gekk til liðs við Keflvíkinga árið 2019.
Á seinasta tímabili skilaði hann 18 stigum, 11 fráköstum, tveim stoðsendingum og tveim vörðum skotum að meðaltali í leik og var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ.