Sjáðu markaveislurnar á Hlíðarenda og í Kópavoginum og hvernig Stólarnir komust upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2021 15:46 Murielle Tiernan kom Tindastóli á bragðið gegn Fylki. vísir/Hulda Margrét Hvorki fleiri né færri en 24 mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna. Toppliðin unnu bæði fimm marka sigra og Tindastóll komst upp úr fallsæti. Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn