Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2021 22:22 Teikningin sýnir hvernig vegur þvert yfir Vatnsfjörð gæti litið út. Samgöngufélagið Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. Vatnsfjörður er friðlýstur en meðal valkosta sem Vegagerðin kynnti í tengslum við endurbætur Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er að þvera fjörðinn á móts við Hótel Flókalund. Sagði Vegagerðin að með aukinni umferð og þungaflutningum stefndi í að ástandið fyrir botni fjarðarins yrði óviðunandi. Þverun fjarðarins myndi skapa ferðamönnum friðsælt umhverfi til útivistar í fjarðarbotninum. Dæmi um veglínu í matsskýrslu Vegagerðarinnar sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Umhverfisstofum, Skipulagsstofnun og Breiðafjarðarnefnd hafa hins vegar lýst andstöðu við þverun, telja hana ekki samrýmast friðlýsingu Vatnsfjarðar og spilla ásýnd hans. Þá hefur sveitarfélagið Vesturbyggð einnig lagst gegn þverun. Ætla mætti að þar með væri hugmyndin dauð. Nei, aldeilis ekki, að mati Jónasar Guðmundssonar, forsvarsmanns Samgöngufélagsins, sem berst nú fyrir því að þverun Vatnsfjarðar verði sett inn á aðalskipulag Vesturbyggðar, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Félagið lét gera sérstakt myndband af því hvernig vegur þvert yfir Vatnsfjörð kæmi til með að líta út og efndi síðan til netkönnunar um málið. Spurt var hversu hlynntir eða andvígir menn væru hugmyndum um þverun fjarðarins. Frá Vatnsfirði við ósa Pennu. Hótel Flókalundur til vinstri.Egill Aðalsteinsson 398 manns svöruðu og voru 55 prósent búsett á Vestfjörðum en 45 prósent utan Vestfjarða. Á kvarðanum núll til sex, þar sem talan sex táknar þá sem eru mjög hlynntir, talan þrír þá sem segja hvorki né, og talan núll þá sem eru mjög andvígir, fékk tillagan einkunnina 4,4. Segir Jónas könnunina sýna að þverun njóti góðs fylgis allra hópa. „Með þverun fæst um 3,5 kílómetra stytting, akleiðin verður tiltölulega bein, greið og alveg hindrunarlaus og ætti ekki að skapa hættu fyrir gangandi vegfarendur. Af styttingunni hlýst umtalsverður samfélagslegur ábati með skemmri aksturstíma (3 mínútur miðað við 90 km/klst meðalhraða), styttri vegalengdum og þar af leiðandi minna sliti á vegum og ökutækjum sem þessu nemur, minni mengun og umtalsvert auknu umferðaröryggi,“ segir Jónas í athugasemdum sem hann hefur sent inn við aðalskipulagstillögu Vesturbyggðar fyrir hönd Samgöngufélagsins. „Er það mat undirritaðs að stefnt gæti nánast í „slys” ef ekki verður hugað rækilega að þverun Vatnsfjarðar í stað þess að „troða” honum þá leið sem stefnir í að óbreyttu,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Samgöngur Vegagerð Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Vatnsfjörður er friðlýstur en meðal valkosta sem Vegagerðin kynnti í tengslum við endurbætur Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er að þvera fjörðinn á móts við Hótel Flókalund. Sagði Vegagerðin að með aukinni umferð og þungaflutningum stefndi í að ástandið fyrir botni fjarðarins yrði óviðunandi. Þverun fjarðarins myndi skapa ferðamönnum friðsælt umhverfi til útivistar í fjarðarbotninum. Dæmi um veglínu í matsskýrslu Vegagerðarinnar sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Umhverfisstofum, Skipulagsstofnun og Breiðafjarðarnefnd hafa hins vegar lýst andstöðu við þverun, telja hana ekki samrýmast friðlýsingu Vatnsfjarðar og spilla ásýnd hans. Þá hefur sveitarfélagið Vesturbyggð einnig lagst gegn þverun. Ætla mætti að þar með væri hugmyndin dauð. Nei, aldeilis ekki, að mati Jónasar Guðmundssonar, forsvarsmanns Samgöngufélagsins, sem berst nú fyrir því að þverun Vatnsfjarðar verði sett inn á aðalskipulag Vesturbyggðar, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Félagið lét gera sérstakt myndband af því hvernig vegur þvert yfir Vatnsfjörð kæmi til með að líta út og efndi síðan til netkönnunar um málið. Spurt var hversu hlynntir eða andvígir menn væru hugmyndum um þverun fjarðarins. Frá Vatnsfirði við ósa Pennu. Hótel Flókalundur til vinstri.Egill Aðalsteinsson 398 manns svöruðu og voru 55 prósent búsett á Vestfjörðum en 45 prósent utan Vestfjarða. Á kvarðanum núll til sex, þar sem talan sex táknar þá sem eru mjög hlynntir, talan þrír þá sem segja hvorki né, og talan núll þá sem eru mjög andvígir, fékk tillagan einkunnina 4,4. Segir Jónas könnunina sýna að þverun njóti góðs fylgis allra hópa. „Með þverun fæst um 3,5 kílómetra stytting, akleiðin verður tiltölulega bein, greið og alveg hindrunarlaus og ætti ekki að skapa hættu fyrir gangandi vegfarendur. Af styttingunni hlýst umtalsverður samfélagslegur ábati með skemmri aksturstíma (3 mínútur miðað við 90 km/klst meðalhraða), styttri vegalengdum og þar af leiðandi minna sliti á vegum og ökutækjum sem þessu nemur, minni mengun og umtalsvert auknu umferðaröryggi,“ segir Jónas í athugasemdum sem hann hefur sent inn við aðalskipulagstillögu Vesturbyggðar fyrir hönd Samgöngufélagsins. „Er það mat undirritaðs að stefnt gæti nánast í „slys” ef ekki verður hugað rækilega að þverun Vatnsfjarðar í stað þess að „troða” honum þá leið sem stefnir í að óbreyttu,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Samgöngur Vegagerð Umhverfismál Skipulag Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59 Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8. júlí 2020 21:59
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30