Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 11:31 Tæplega 53 þúsund manns hafa fengið bóluefni Janssen hér á landi. Artur Widak/NurPhoto via Getty Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis. Verður þessum hópi að öllum líkindum boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech. Enn á eftir að útfæra fyrirkomulagið en að sögn Þórólfs þurfa líklega að líða minnst fjórar til sex vikur frá bólusetningu áður en fólk fær örvunarskammtinn. Þá mun áætlunin ekki koma til framkvæmda fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar. „Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Flestir með Janssen Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestir sem hafi verið að veikjast síðustu daga hafi fengið Janssen-bóluefnið. „En það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Áfram með bólusetningar barna til skoðunar Aðspurður um bólusetningu barna niður í tólf ára aldur á upplýsingafundinum sagði sóttvarnalæknir að slíkt væri til skoðunar. Hann sagði smit hafa greinst hjá börnum en að þau væru mjög fátíð. „Ég ekki endilega viss um að bólusetning þessa hóps sé almennt séð eins mikilvæg og í eldri hópum en það er vissulega til skoðunar. Við erum sérstaklega að bólusetja börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar fá kost á því að biðja um þessi bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20 Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis. Verður þessum hópi að öllum líkindum boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech. Enn á eftir að útfæra fyrirkomulagið en að sögn Þórólfs þurfa líklega að líða minnst fjórar til sex vikur frá bólusetningu áður en fólk fær örvunarskammtinn. Þá mun áætlunin ekki koma til framkvæmda fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar. „Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Flestir með Janssen Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestir sem hafi verið að veikjast síðustu daga hafi fengið Janssen-bóluefnið. „En það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Áfram með bólusetningar barna til skoðunar Aðspurður um bólusetningu barna niður í tólf ára aldur á upplýsingafundinum sagði sóttvarnalæknir að slíkt væri til skoðunar. Hann sagði smit hafa greinst hjá börnum en að þau væru mjög fátíð. „Ég ekki endilega viss um að bólusetning þessa hóps sé almennt séð eins mikilvæg og í eldri hópum en það er vissulega til skoðunar. Við erum sérstaklega að bólusetja börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar fá kost á því að biðja um þessi bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20 Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20
Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14