„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 23. júlí 2021 12:13 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52
76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16