Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 11:24 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir íbúa á svæðinu afar sátta með leiðina sem farin sé enda hafi hún verið á skipulagi frá árinu 2010. Vísir/Egill Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegagerðin skrifaði undir samning við landeigendur í gær en eigendur Grafar voru þeir einu sem ósamið var við. Jörðin Gröf er í Teigsskóg, stórum birkiskóg, hvar leggja á veg í gegn. Landeigendur hafa barist af krafti gegn lagningu vegarins árum saman vegna áhrifa á umhverfið. Á vef Vegagerðarinnar segir að landeigendur hafi, í kjölfar úrskurðar um framkvæmdaleyfi, unnið að því með Vegagerðinni að laga framkvæmdina sem best að landi innan landamerkja Grafar. Áhrif á umhverfið verði lágmörkuð eins og kostur er. Teigsskógur í Þorskafirði.Vegagerðin „Við höfum ávallt haft trú á því að þetta myndi ganga eftir, að fólk myndi ná saman en auðvitað hefur þetta þá þýðingu að þessi framkvæmd getur orðið að veruleika. Það hefur verið lagt í þessa framkvæmd og farið af stað með hana í þeirri trú að þetta geti orðið. Framkvæmdin er komin vel á veg. Ég held að fólk hafi alltaf haft trú á því að þetta myndi ganga eftir á einn eða annan hátt,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri í Reykhólahreppi. Framkvæmdir við vegalagningu hófust sumarið 2020 með endurbyggingu Vestfjarðavegar frá Skálanesi í Gufudal sem gert er ráð fyrir að ljúki nú á næstu vikum. Verður þá rúmlega 5 kílómetra kafli Vestfjarðavegar lagður bundnu slitlagi. Í vor hófust svo framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum og er bygging 260 metra langrar brúar að hefjast. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2024. 260 metra löng brú sem þvera á Þorskafjörð. Svo mun vegurinn halda áfram í vesturátt, meðal annars í gegnum Teigsskóg þar sem jörðina Gröf er að finna.Vegagerðin „Fyrir okkur í Reykhólahreppi býr fólk í Gufudalssveit og margt fólk sem sækir í Múlasveitina gömlu. Það eru flutningar með börn dagsdaglega alla daga ársins og fólk er að vinna og þetta fólk þarf ekki að fara yfir þessa hálsa og getur komið á öruggum vegum í vinnuna sína og skólann á hverjum degi. Þetta er þvílík breyting, alveg ótrúleg breyting,“ segir Ingibjörg. Nú standi á ríkisstjórninni að halda fjármagninu að verkefninu svo framkvæmdin geti öll orðið að veruleika. Vegagerð sé vel á veg hafin en sjá þurfi til þess að verkefnið klárist. Fallegur sumardagur í Reykhólahreppi.Vísir/Vilhelm „Þetta mun breyta öllu fyrir fólk á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég held að þessi aðgerð muni skila mestu til þeirra. Koma þessum vegum í nútímalegt lag. Að fólk geti ekið um á láglendisvegum að mestu. Það er náttúrulega Kletthálsinn eftir og fleiri en þessir vegir hafa náttúrulega ekki verið bjóðandi. Þeir eru barn síns tíma og löngu löngu komið að því að koma þessu í lag. Öll sú uppbygging sem á sér stað á sunnanverðum Vestfjörðum núna bíður eftir að framkvæmdin verði. Þetta hefur allt að segja með það.“ Samgöngur Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Tengdar fréttir Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Vegagerðin skrifaði undir samning við landeigendur í gær en eigendur Grafar voru þeir einu sem ósamið var við. Jörðin Gröf er í Teigsskóg, stórum birkiskóg, hvar leggja á veg í gegn. Landeigendur hafa barist af krafti gegn lagningu vegarins árum saman vegna áhrifa á umhverfið. Á vef Vegagerðarinnar segir að landeigendur hafi, í kjölfar úrskurðar um framkvæmdaleyfi, unnið að því með Vegagerðinni að laga framkvæmdina sem best að landi innan landamerkja Grafar. Áhrif á umhverfið verði lágmörkuð eins og kostur er. Teigsskógur í Þorskafirði.Vegagerðin „Við höfum ávallt haft trú á því að þetta myndi ganga eftir, að fólk myndi ná saman en auðvitað hefur þetta þá þýðingu að þessi framkvæmd getur orðið að veruleika. Það hefur verið lagt í þessa framkvæmd og farið af stað með hana í þeirri trú að þetta geti orðið. Framkvæmdin er komin vel á veg. Ég held að fólk hafi alltaf haft trú á því að þetta myndi ganga eftir á einn eða annan hátt,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitastjóri í Reykhólahreppi. Framkvæmdir við vegalagningu hófust sumarið 2020 með endurbyggingu Vestfjarðavegar frá Skálanesi í Gufudal sem gert er ráð fyrir að ljúki nú á næstu vikum. Verður þá rúmlega 5 kílómetra kafli Vestfjarðavegar lagður bundnu slitlagi. Í vor hófust svo framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum og er bygging 260 metra langrar brúar að hefjast. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2024. 260 metra löng brú sem þvera á Þorskafjörð. Svo mun vegurinn halda áfram í vesturátt, meðal annars í gegnum Teigsskóg þar sem jörðina Gröf er að finna.Vegagerðin „Fyrir okkur í Reykhólahreppi býr fólk í Gufudalssveit og margt fólk sem sækir í Múlasveitina gömlu. Það eru flutningar með börn dagsdaglega alla daga ársins og fólk er að vinna og þetta fólk þarf ekki að fara yfir þessa hálsa og getur komið á öruggum vegum í vinnuna sína og skólann á hverjum degi. Þetta er þvílík breyting, alveg ótrúleg breyting,“ segir Ingibjörg. Nú standi á ríkisstjórninni að halda fjármagninu að verkefninu svo framkvæmdin geti öll orðið að veruleika. Vegagerð sé vel á veg hafin en sjá þurfi til þess að verkefnið klárist. Fallegur sumardagur í Reykhólahreppi.Vísir/Vilhelm „Þetta mun breyta öllu fyrir fólk á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég held að þessi aðgerð muni skila mestu til þeirra. Koma þessum vegum í nútímalegt lag. Að fólk geti ekið um á láglendisvegum að mestu. Það er náttúrulega Kletthálsinn eftir og fleiri en þessir vegir hafa náttúrulega ekki verið bjóðandi. Þeir eru barn síns tíma og löngu löngu komið að því að koma þessu í lag. Öll sú uppbygging sem á sér stað á sunnanverðum Vestfjörðum núna bíður eftir að framkvæmdin verði. Þetta hefur allt að segja með það.“
Samgöngur Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Tengdar fréttir Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52