Egyptar rúlluðu yfir Portúgala á lokakaflanum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:45 Egyptar eru komnir á blað í Tókýó. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Egyptaland vann frábæran 37-31 sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í B-riðli í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Egyptar stungu Portúgala af í síðari hálfleik eftir jafnan leik framan af. Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn