Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 12:38 Benedikt Árnason er nýr ráðuneytisstjóri. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Benedikt Árnason lauk cand. oecon gráðu í þjóðhagfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í þjóðhagfræði frá Toronto Háskóla (e. University of Toronto) árið 1991. Árið 1993 lauk hann MBA gráðu í fjármálum og stefnumótun frá sama háskóla. „Benedikt býr yfir mikilli reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu. Benedikt hefur innsýn inn í starf ráðuneytisstjóra hvort sem er litið er til reksturs, stjórnunar eða þeirra stjórnsýsluverkefna sem starfinu fylgja. Hann er reyndur verkefnastjóri og hefur haldið vel utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnavalda,“ segir á vef ráðuneytisins. Hann starfaði hjá Þjóðhagsstofnun frá árinu 1988 til 1993 í hlutastarfi með námi og fullu starfi frá árinu 1993 til 1994. Árið 1994 tók hann við starfi skrifstofu- og fjármálastjóra hjá Vita- og hafnarmálastofnun og gegndi því fram til ársins 1995. Benedikt hóf störf í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 1996. Fyrst sem deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri fjármálamarkaðar og staðgengill ráðuneytisstjóra árið 1998 og starfaði sem slíkur fram til ársins 2004. Árið 2005 hóf Benedikt störf sem einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Norræna fjárfestingabankans í Helsinki og svæðisstjóri fyrir Ísland. Þar starfaði hann fram til ársins 2008 en þá tók hann við starfi sem aðstoðarforstjóri Askar Capital fjárfestingabanka hf. Síðar sama ár varð Benedikt forstjóri sama fyrirtækis og starfaði sem slíku fram til ársins 2010. Árið 2010 til 2013 var Benedikt aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann hóf störf árið 2013 í forsætisráðuneytinu sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar og hefur frá árinu 2016 og fram til dagsins í dag gegnt embætti skrifstofustjóra skrifstofu stefnumála og síðar staðgengill ráðuneytisstjóra. Alls bárust 13 umsóknir um embættið sem var auglýst þann 1. maí sl. Hæfnisnefnd mat þrjá umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Ráðherra boðaði í framhaldi viðkomandi til viðtals og var það mat ráðherra að Benedikt væri hæfastur umsækjenda til að taka við embætti ráðuneytisstjóra. Vistaskipti Stjórnarskrá Sjávarútvegur Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Benedikt Árnason lauk cand. oecon gráðu í þjóðhagfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í þjóðhagfræði frá Toronto Háskóla (e. University of Toronto) árið 1991. Árið 1993 lauk hann MBA gráðu í fjármálum og stefnumótun frá sama háskóla. „Benedikt býr yfir mikilli reynslu af störfum innan Stjórnarráðsins og íslenskrar stjórnsýslu. Benedikt hefur innsýn inn í starf ráðuneytisstjóra hvort sem er litið er til reksturs, stjórnunar eða þeirra stjórnsýsluverkefna sem starfinu fylgja. Hann er reyndur verkefnastjóri og hefur haldið vel utan um stór verkefni á vegum íslenskra stjórnavalda,“ segir á vef ráðuneytisins. Hann starfaði hjá Þjóðhagsstofnun frá árinu 1988 til 1993 í hlutastarfi með námi og fullu starfi frá árinu 1993 til 1994. Árið 1994 tók hann við starfi skrifstofu- og fjármálastjóra hjá Vita- og hafnarmálastofnun og gegndi því fram til ársins 1995. Benedikt hóf störf í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 1996. Fyrst sem deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri fjármálamarkaðar og staðgengill ráðuneytisstjóra árið 1998 og starfaði sem slíkur fram til ársins 2004. Árið 2005 hóf Benedikt störf sem einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Norræna fjárfestingabankans í Helsinki og svæðisstjóri fyrir Ísland. Þar starfaði hann fram til ársins 2008 en þá tók hann við starfi sem aðstoðarforstjóri Askar Capital fjárfestingabanka hf. Síðar sama ár varð Benedikt forstjóri sama fyrirtækis og starfaði sem slíku fram til ársins 2010. Árið 2010 til 2013 var Benedikt aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann hóf störf árið 2013 í forsætisráðuneytinu sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar og hefur frá árinu 2016 og fram til dagsins í dag gegnt embætti skrifstofustjóra skrifstofu stefnumála og síðar staðgengill ráðuneytisstjóra. Alls bárust 13 umsóknir um embættið sem var auglýst þann 1. maí sl. Hæfnisnefnd mat þrjá umsækjendur hæfasta til þess að gegna embættinu. Ráðherra boðaði í framhaldi viðkomandi til viðtals og var það mat ráðherra að Benedikt væri hæfastur umsækjenda til að taka við embætti ráðuneytisstjóra.
Vistaskipti Stjórnarskrá Sjávarútvegur Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira