Ben & Jerry's hættir sölu á landtökusvæðum Ísraela Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:41 Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hefur tilkynnt að hann ætli að hætta allri sölu á ís á landtökusvæðum Ísraela. Getty/Robert Alexander Ísframleiðandinn Ben & Jerry's hyggst hætta sölu á landtökusvæðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Forsætisráðherra Ísraels segist ætla bregðast við sölubanninu með hörðum aðgerðum. Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum. Ísrael Palestína Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Ísframleiðandinn sendi frá sér tilkynningu fyrr í vikunni þar sem hann telur sölu á svæðinu ekki samræmast þeim gildum sem fyrirtækið stendur fyrir. Aðdáendur Ben & Jerry's eru sagðir hafa bent á að samkvæmt alþjóðalögum væru viðskiptin á svæðinu ólögleg, þar sem þau eru ekki í samræmi við frjálslynda ímynd fyrirtækisins. Árið 2015 sagðist fyrirtækið vera meðvitað um það hversu flókinn markaðurinn á þessu svæði gæti verið, en taldi viðveru sína þar geta haft jákvæð áhrif. Nú virðist þó sem fyrirtækinu hafi snúist hugur. „Við hlustum og tökum til greina allar þær áhyggjur sem aðdáendur og samstarfsfélagar hafa deilt með okkur,“ segir í tilkynningunni. „Ný tegund af hryðjuverkum“ Samningur framleiðandans við leyfishafa og dreifingaraðila Ben & Jerry's á svæðinu gildir út árið 2022 og verður hann ekki endurnýjaður. En framleiðandinn hefur stundað viðskipti við Ísrael frá árinu 1987. Ben & Jerry's ísinn verður þó enn til sölu í Ísrael en með breyttu fyrirkomulagi sem tilkynnt verður síðar. Ayelet Shaked, innanríkisráðherra Ísraels, brást við ákvörðun fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum: „Ísinn ykkar passar ekki við smekk okkar. Við komumst af án ykkar.“ Þá hefur Isaac Herzskog, forseti Ísraels kallað ákvörðun ísframleiðandans „nýja tegund af hryðjuverkum“ og Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, hefur sagt að málið muni hafa alvarlegar afleiðingar. Ben & Jerrys hefur staðið framarlega hvað samfélagslega ábyrgð varðar og vakið athygli fyrir samfélagsleg gildi sín. Fyrirtækið hefur haft hátt hvað varðar yfirburði hvítra í Bandaríkjunum og setti meðal annars í loftið hlaðvarp sem fjallar um kynþáttahatur Bandaríkjunum.
Ísrael Palestína Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira