Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 12:25 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30