Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2021 13:25 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. „Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“ Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
„Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“
Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira