Íhugar að setja á laggirnar sóttvarnastofnun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 14:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímabært að veita heilbrigðiskerfinu varanlega styrkingu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira