Þrettán ára gömul með Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 09:01 Momiji Nishiya sýnir gullverðlaunin sem hún vann í nótt. AP/Ben Curtis Japanska hjólabrettakonan Nishiya Momiji vann í nótt Ólympíugull í götukeppni á hjólabrettum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira