Lögreglan í Túnis ræðst inn á skrifstofur Al Jazeera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 11:32 Götur Túnis fylltust af fólki eftir að þing var rofið í gær. Getty/Khaled Nasraoui Lögreglan í Túnis réðist inn á skrifstofur fréttastofu Al Jazeera í höfuðborginni Túnis í morgun eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og rauf þing í gær. Allir starfsmenn fréttastofunnar voru reknir út af skrifstofunum. Minnst 20 þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofur fréttastofunnar í morgun að sögn fréttamanna Al Jazeera. Þeir segja lögreglumennina ekki hafa verið klædda í lögreglubúninga og að þeir hafi ekki haft leitarheimild með í för. „Við fengum enga viðvörun áður en við vorum rekin út af skrifstofum okkar af öryggissveitum,“ segir Lotfi Hajji, fréttastjóri Al Jazeera í Túnis, í frétt Al Jazeera um málið. Al Jazeera er ein stærsta arabíska fréttaveitan í heiminum og hefur útibú víða um heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hajji segir lögreglumennina hafa borið fyrir sig skipun frá dómsmálaráðuneyti landsins og báðu fréttamenn um að yfirgefa svæðið. Fréttamenn segja að lögreglumenn hafi skipað þeim að slökkva á farsímum sínum og að þeir hafi ekki getað snúið aftur á skrifstofurnar til að sækja persónulega muni. Lögreglan er sögð hafa lagt hald á ýmsan búnað á skrifstofunum. Eins og áður segir rak Kais Saied, forseti Túnis, forsætisráðherra landsins og rauf þing í gær en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið. Túnis Fjölmiðlar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Minnst 20 þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofur fréttastofunnar í morgun að sögn fréttamanna Al Jazeera. Þeir segja lögreglumennina ekki hafa verið klædda í lögreglubúninga og að þeir hafi ekki haft leitarheimild með í för. „Við fengum enga viðvörun áður en við vorum rekin út af skrifstofum okkar af öryggissveitum,“ segir Lotfi Hajji, fréttastjóri Al Jazeera í Túnis, í frétt Al Jazeera um málið. Al Jazeera er ein stærsta arabíska fréttaveitan í heiminum og hefur útibú víða um heim, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hajji segir lögreglumennina hafa borið fyrir sig skipun frá dómsmálaráðuneyti landsins og báðu fréttamenn um að yfirgefa svæðið. Fréttamenn segja að lögreglumenn hafi skipað þeim að slökkva á farsímum sínum og að þeir hafi ekki getað snúið aftur á skrifstofurnar til að sækja persónulega muni. Lögreglan er sögð hafa lagt hald á ýmsan búnað á skrifstofunum. Eins og áður segir rak Kais Saied, forseti Túnis, forsætisráðherra landsins og rauf þing í gær en hann hyggst taka yfir stjórn landsins með aðstoð nýs forsætisráðherra. Stjórnarflokkurinn og þingforseti lýsa aðgerðunum sem valdaráni. Aðgerðir forsetans eru sagðar nýjasti vendipunkturinn í ört versnandi stjórnmálakreppu og ljóst að nú mun reyna verulega á stjórnarskrá landsins sem tók gildi eftir lýðræðisbyltinguna árið 2014. Í kjölfar fregnanna fylltust götur höfuðborgarinnar af fólki sem sýndu stuðning sinn í verki með fagnaðarlátum og bílflautum. Í frétt Reuters er stemningin sögð minna á þá sem ríkti í byltingunni árið 2011 en sú kveikti neista mótmælabylgju í Mið-Austurlöndum sem kennd er við Arabíska vorið.
Túnis Fjölmiðlar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira