Körfubolti

Jón Axel leikur með Phoenix Suns í sumardeild NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með Fraport Skyliners.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Fraport Skyliners. getty/Jürgen Kessler

Jón Axel Guðmundsson mun leika með Phoenix Suns í sumardeild NBA í næsta mánuði.

Frá þessu er greint á Sportando og þá hefur Karfan heimildir fyrir þessu.

Á síðasta tímabili lék Jón Axel með Fraport Skyliners í þýsku úrvalsdeildinni. Hann var með 12,3 stig, 3,1 frákast og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þar áður lék Grindvíkingurinn með Davidson í bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstír. Hann var meðal annars valinn leikmaður ársins í A10 deildinni 2019.

Sumardeildin fer fram í Las Vegas 8.-17. ágúst. Þar gefst leikmönnum tækifæri til að vinna sér inn samninga hjá félögunum í NBA.

Phoenix komst í úrslit NBA á nýafstöðnu tímabili en tapaði þar fyrir Milwaukee Bucks, 4-2. Phoenix vann 51 leik í deildarkeppninni en aðeins Utah Jazz vann fleiri, eða 52 leiki.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×