Heilbrigðiskerfið á hættustigi Erna Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2021 08:00 Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun