Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Þar segir að skipið hafi verið að veiðum þegar grunsemdir vöknuðu um veirusmitið. Skipið kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn.
Áhöfnin er í sóttkví um borð og verður ekki landað úr skipinu á meðan beðið er niðurstöðu skimunar.
Alls átta manns í áhöfn Kap hafa einhver veikindaeinkenni en mismikil. Líðan þeirra er sögð bærileg. Fimm hafa engum einkennum lýst.