Koundé er uppalinn hjá Bordeaux í heimalandi sínu Frakklandi en gekk í raðir Sevilla fyrir tveimur árum síðan. Hann hefur spilað vel hjá spænska liðinu og var verðlaunaður af Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakka, með sínum fyrstu tveimur landsleikjum í aðdraganda EM í sumar.
Tottenham er nýbúið að fá hinn unga Bryan Gil frá Sevilla og sendi Erik Lamela á móti til Andalúsíu. Samkvæmt breskum miðlum áttu sér stað viðræður samhliða því um kaup Tottenham á Koundé þar sem Davinson Sanchez, miðvörður Spurs, átti að fara hina leiðina. Þær viðræður virðast hins vegar hafa runnið út í sandinn.
Ef marka má fréttir dagsins hefur Chelsea stokkið á tækifærið, eftir að hafa séð á eftir landa Koundé, Raphael Varane, til Manchester United. Félögin eru sögð langt komin í viðræðum og samningur til 2026 sé á borðinu fyrir Frakkann unga.
Tottenham still in negotiation for Cristian Romero but no agreement yet on 55m fee - he s the priority. 100%. #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2021
Plan B: open talks to sign 3 different defenders with same amount. Tomiyasu [ 18m], Milenkovic [ 15m] and Zouma [ 25m].
Caleta-Car, NOT even an option.
Tottenham leitar sér enn nýrra miðvarða, en Belginn Toby Alderweireld yfirgaf félagið til að flytja til Sádi-Arabíu á dögunum. Cristian Romero hjá Atalanta á Ítalíu er sagður efstur á lista þar á bæ, Japaninn Takehiro Tomiyasu hjá Bologna, Serbinn Nikola Milenkovic hjá Fiorentina, og Frakkinn Kurt Zouma hjá Chelsea eru einnig sagðir vera á ratsjá Lundúnafélagsins.