Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta Árni Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 20:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46