Vilhjálmur hættur með mál Ingós Veðurguðs Eiður Þór Árnason skrifar 30. júlí 2021 07:33 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fer ekki lengur með mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Vilhjálmur staðfestir þetta við Fréttablaðið og segir að um sameiginlega ákvörðun þeirra hafi verið að ræða. Ingólfur, sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð, segir að þeir hafi sammælst um að verkefnið væri orðið það umfangsmikið að erfitt væri fyrir Vilhjálm að sinna því einn meðfram öðrum verkefnum. Tónlistarmaðurinn kveðst í samtali við RÚV vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla sinna. Sent minnst sex einstaklingum kröfubréf Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Vilhjálmur hafi fyrir hönd Ingólfs kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur Ingó krafist bóta og afsökunarbeiðna frá sex einstaklingum sem ýmist tjáðu sig opinberlega um meinta refsiverða háttsemi eða fluttu fréttir af sögunum. Í þeim er Ingólfur sakaður um kynferðilega áreitni og kynferðisbrot en hann hefur hafnað ásökununum. Fram hefur komið að Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, markaðsstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV og Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og rekstrarstjóri, hafi öll fengið kröfubréf frá Ingólfi vegna ummæla eða skrifa sinna. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur þeirra sem Ingólfur lögsækir. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Vilhjálmur staðfestir þetta við Fréttablaðið og segir að um sameiginlega ákvörðun þeirra hafi verið að ræða. Ingólfur, sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð, segir að þeir hafi sammælst um að verkefnið væri orðið það umfangsmikið að erfitt væri fyrir Vilhjálm að sinna því einn meðfram öðrum verkefnum. Tónlistarmaðurinn kveðst í samtali við RÚV vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla sinna. Sent minnst sex einstaklingum kröfubréf Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Vilhjálmur hafi fyrir hönd Ingólfs kært 32 nafnlausar sögur sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur Ingó krafist bóta og afsökunarbeiðna frá sex einstaklingum sem ýmist tjáðu sig opinberlega um meinta refsiverða háttsemi eða fluttu fréttir af sögunum. Í þeim er Ingólfur sakaður um kynferðilega áreitni og kynferðisbrot en hann hefur hafnað ásökununum. Fram hefur komið að Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, markaðsstjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV og Silja Björk Björnsdóttir, rithöfundur og rekstrarstjóri, hafi öll fengið kröfubréf frá Ingólfi vegna ummæla eða skrifa sinna. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða lögfræðikostnað og miskabætur þeirra sem Ingólfur lögsækir.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tengdar fréttir Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46 Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ingó vill þrjár milljónir í bætur: Kristlín gerir ekki ráð fyrir að draga ummæli sín til baka Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu þarf að borga Ingólfi Þórarinssyni þrjár milljónir í miskabætur innan fimm daga, samkvæmt kröfubréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent henni fyrir hönd tónlistarmannsins. 14. júlí 2021 11:46
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23