Bjarkey færð í efsta sæti í Norðaustur Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 12:13 Flestir bjuggust við því að Bjarkey myndi fylla skarðið sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vg, skilur eftir sig en hann hefur lokið leik. En Óli Halldórsson sigraði Bjarkey í forvali. Hann hefur nú dregið sig í hlé. Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali flokksins, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans. Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent