Bjarkey færð í efsta sæti í Norðaustur Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 12:13 Flestir bjuggust við því að Bjarkey myndi fylla skarðið sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vg, skilur eftir sig en hann hefur lokið leik. En Óli Halldórsson sigraði Bjarkey í forvali. Hann hefur nú dregið sig í hlé. Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali flokksins, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans. Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira