Sofa í bílnum með Covid-19 Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 18:41 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull. Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04