Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Óttar Kolbeinsson Proppé og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. júlí 2021 12:17 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vísir/vilhelm Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. „Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira