Hann ku hafa samið við úkraínska úrvalsdeildarliðið Khimik að því er segir á körfuboltavefnum Sportando.
Burks var í stóru hlutverki í liði Keflavíkur sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð með töluverðum yfirburðum.
Ljóst er að Keflavík mun mæta til leiks með þónokkuð mikið breytt lið en á dögunum færði Deane Williams sig um set til Frakklands. Hins vegar er Halldór Garðar Hermannsson genginn til liðs við Keflavík frá Íslandsmeisturum Þórs í Þorlákshöfn.