Stukku jafnlangt en Grikkinn fékk gullið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. ágúst 2021 14:00 Frá Tókýó í dag. vísir/Getty Keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Tókýó var fyrirferðamikil á tíunda keppnisdegi leikanna í dag og nótt. Langstökkskeppnin í karlaflokki í nótt var æsispennandi þar sem hinn gríski Miltiadis Tentoglou háði harða baráttu við Kúbumanninn Juan Miguel Echevarria. Stukku þeir báðir 8,41 metra í lokastökki sínu og voru því jafnir í fyrsta sæti. Hins vegar er það svo að þegar tveir keppendur eru jafnir í langstökki er næstlengsta stökk jafningjanna látið telja og þar sem Tentoglou stökk næstlengst 8,11 metra en Echevarria 8,09 metra fer gullmedalían til Grikklands. Annar Kúbumaður, Maykel Masso, varð í þriðja sæti; stökk lengst 8,21 metra. Long Jumper Miltiadis Tentoglou of Greece is a #ONEPIECE fan and that s pretty cool. #LongJump pic.twitter.com/U2TdAYYqgx— Quinn Mazzilli (@Qmaz246) August 2, 2021 Í 100 metra grindahlaupi kvenna vann Jasmine Camacho-Quinn á afar sannfærandi hátt en hún hafði eignað sér Ólympíumet í undanrásunum. Um sögulegan sigur er að ræða þar sem að Camacho-Quinn er fyrsti keppandinn frá Púertó Ríkó til að vinna gullverðlaun í frjálsum íþróttum í Ólympíusögunni. Kendra Harrison, Bandaríkjunum, hreppti silfrið og Megan Tapper, Jamaíku, varð þriðja. #PUR gets their first medal of #Tokyo2020 and first ever #Athletics GOLD medal!A superb victory from Jasmine Camacho-Quinn in the women's 100m hurdles!@WorldAthletics @comiteolimpico pic.twitter.com/yGQ237ePVe— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hollenski langhlauparinn Sifan Hassan kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna. Hellen Obiri frá Kenýa varð önnur og Gudaf Tsegay frá Eþíópíu þriðja. Hassan er fædd og uppalin í Eþíópíu en fluttist til Hollands sem flóttamaður þegar hún var fimmtán ára gömul. Sifan Hassan wins her first Olympic medal in the women s 5000m and it s #gold!It's also #NED's first gold medal in #athletics since 1992!#StrongerTogether | @WorldAthletics pic.twitter.com/HodhyVUbkG— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hellidemba setti svip sinn á frjálsíþróttakeppnina á leikunum í dag og hafði hún mismikil áhrif á greinarnar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira
Langstökkskeppnin í karlaflokki í nótt var æsispennandi þar sem hinn gríski Miltiadis Tentoglou háði harða baráttu við Kúbumanninn Juan Miguel Echevarria. Stukku þeir báðir 8,41 metra í lokastökki sínu og voru því jafnir í fyrsta sæti. Hins vegar er það svo að þegar tveir keppendur eru jafnir í langstökki er næstlengsta stökk jafningjanna látið telja og þar sem Tentoglou stökk næstlengst 8,11 metra en Echevarria 8,09 metra fer gullmedalían til Grikklands. Annar Kúbumaður, Maykel Masso, varð í þriðja sæti; stökk lengst 8,21 metra. Long Jumper Miltiadis Tentoglou of Greece is a #ONEPIECE fan and that s pretty cool. #LongJump pic.twitter.com/U2TdAYYqgx— Quinn Mazzilli (@Qmaz246) August 2, 2021 Í 100 metra grindahlaupi kvenna vann Jasmine Camacho-Quinn á afar sannfærandi hátt en hún hafði eignað sér Ólympíumet í undanrásunum. Um sögulegan sigur er að ræða þar sem að Camacho-Quinn er fyrsti keppandinn frá Púertó Ríkó til að vinna gullverðlaun í frjálsum íþróttum í Ólympíusögunni. Kendra Harrison, Bandaríkjunum, hreppti silfrið og Megan Tapper, Jamaíku, varð þriðja. #PUR gets their first medal of #Tokyo2020 and first ever #Athletics GOLD medal!A superb victory from Jasmine Camacho-Quinn in the women's 100m hurdles!@WorldAthletics @comiteolimpico pic.twitter.com/yGQ237ePVe— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hollenski langhlauparinn Sifan Hassan kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna. Hellen Obiri frá Kenýa varð önnur og Gudaf Tsegay frá Eþíópíu þriðja. Hassan er fædd og uppalin í Eþíópíu en fluttist til Hollands sem flóttamaður þegar hún var fimmtán ára gömul. Sifan Hassan wins her first Olympic medal in the women s 5000m and it s #gold!It's also #NED's first gold medal in #athletics since 1992!#StrongerTogether | @WorldAthletics pic.twitter.com/HodhyVUbkG— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hellidemba setti svip sinn á frjálsíþróttakeppnina á leikunum í dag og hafði hún mismikil áhrif á greinarnar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira