Stukku jafnlangt en Grikkinn fékk gullið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. ágúst 2021 14:00 Frá Tókýó í dag. vísir/Getty Keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Tókýó var fyrirferðamikil á tíunda keppnisdegi leikanna í dag og nótt. Langstökkskeppnin í karlaflokki í nótt var æsispennandi þar sem hinn gríski Miltiadis Tentoglou háði harða baráttu við Kúbumanninn Juan Miguel Echevarria. Stukku þeir báðir 8,41 metra í lokastökki sínu og voru því jafnir í fyrsta sæti. Hins vegar er það svo að þegar tveir keppendur eru jafnir í langstökki er næstlengsta stökk jafningjanna látið telja og þar sem Tentoglou stökk næstlengst 8,11 metra en Echevarria 8,09 metra fer gullmedalían til Grikklands. Annar Kúbumaður, Maykel Masso, varð í þriðja sæti; stökk lengst 8,21 metra. Long Jumper Miltiadis Tentoglou of Greece is a #ONEPIECE fan and that s pretty cool. #LongJump pic.twitter.com/U2TdAYYqgx— Quinn Mazzilli (@Qmaz246) August 2, 2021 Í 100 metra grindahlaupi kvenna vann Jasmine Camacho-Quinn á afar sannfærandi hátt en hún hafði eignað sér Ólympíumet í undanrásunum. Um sögulegan sigur er að ræða þar sem að Camacho-Quinn er fyrsti keppandinn frá Púertó Ríkó til að vinna gullverðlaun í frjálsum íþróttum í Ólympíusögunni. Kendra Harrison, Bandaríkjunum, hreppti silfrið og Megan Tapper, Jamaíku, varð þriðja. #PUR gets their first medal of #Tokyo2020 and first ever #Athletics GOLD medal!A superb victory from Jasmine Camacho-Quinn in the women's 100m hurdles!@WorldAthletics @comiteolimpico pic.twitter.com/yGQ237ePVe— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hollenski langhlauparinn Sifan Hassan kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna. Hellen Obiri frá Kenýa varð önnur og Gudaf Tsegay frá Eþíópíu þriðja. Hassan er fædd og uppalin í Eþíópíu en fluttist til Hollands sem flóttamaður þegar hún var fimmtán ára gömul. Sifan Hassan wins her first Olympic medal in the women s 5000m and it s #gold!It's also #NED's first gold medal in #athletics since 1992!#StrongerTogether | @WorldAthletics pic.twitter.com/HodhyVUbkG— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hellidemba setti svip sinn á frjálsíþróttakeppnina á leikunum í dag og hafði hún mismikil áhrif á greinarnar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Langstökkskeppnin í karlaflokki í nótt var æsispennandi þar sem hinn gríski Miltiadis Tentoglou háði harða baráttu við Kúbumanninn Juan Miguel Echevarria. Stukku þeir báðir 8,41 metra í lokastökki sínu og voru því jafnir í fyrsta sæti. Hins vegar er það svo að þegar tveir keppendur eru jafnir í langstökki er næstlengsta stökk jafningjanna látið telja og þar sem Tentoglou stökk næstlengst 8,11 metra en Echevarria 8,09 metra fer gullmedalían til Grikklands. Annar Kúbumaður, Maykel Masso, varð í þriðja sæti; stökk lengst 8,21 metra. Long Jumper Miltiadis Tentoglou of Greece is a #ONEPIECE fan and that s pretty cool. #LongJump pic.twitter.com/U2TdAYYqgx— Quinn Mazzilli (@Qmaz246) August 2, 2021 Í 100 metra grindahlaupi kvenna vann Jasmine Camacho-Quinn á afar sannfærandi hátt en hún hafði eignað sér Ólympíumet í undanrásunum. Um sögulegan sigur er að ræða þar sem að Camacho-Quinn er fyrsti keppandinn frá Púertó Ríkó til að vinna gullverðlaun í frjálsum íþróttum í Ólympíusögunni. Kendra Harrison, Bandaríkjunum, hreppti silfrið og Megan Tapper, Jamaíku, varð þriðja. #PUR gets their first medal of #Tokyo2020 and first ever #Athletics GOLD medal!A superb victory from Jasmine Camacho-Quinn in the women's 100m hurdles!@WorldAthletics @comiteolimpico pic.twitter.com/yGQ237ePVe— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hollenski langhlauparinn Sifan Hassan kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna. Hellen Obiri frá Kenýa varð önnur og Gudaf Tsegay frá Eþíópíu þriðja. Hassan er fædd og uppalin í Eþíópíu en fluttist til Hollands sem flóttamaður þegar hún var fimmtán ára gömul. Sifan Hassan wins her first Olympic medal in the women s 5000m and it s #gold!It's also #NED's first gold medal in #athletics since 1992!#StrongerTogether | @WorldAthletics pic.twitter.com/HodhyVUbkG— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hellidemba setti svip sinn á frjálsíþróttakeppnina á leikunum í dag og hafði hún mismikil áhrif á greinarnar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira