Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 20:06 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira