Innlent

Rútuslys í Biskupstungum

Árni Sæberg skrifar
Rútan hafði flúðasiglingabáta í eftirdragi.
Rútan hafði flúðasiglingabáta í eftirdragi. Aðsend/Guðmundur Örn Magnússon

Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni.

Bjarni Haukur Bjarnason, farþegi sem ræddi við Vísi segir að rútan hafi verið á leið frá Hvítá eftir að flúðasiglingar á vegum Arctic Rafting. Hann segir rútuna hafa verið troðfulla og að starfsmenn fyrirtækisins hafi þurft að standa.

Þá segir hann að rútunni hafi verið ekið nokkuð hratt miðað við aðstæður en keyrt var eftir malarvegi með stóra kerru í eftirdragi.

Bjarni Haukur segir að þónokkrir séu liggjandi í húsnæði Arctic Rafting að Drumboddsstöðum með höfuðáverka. Þá segir hann að einn farþegi sé nokkuð slasaður, líklega axlarbrotinn.

Fréttamaður Stöðvar 2 er á svæðinu og hann segir mikinn fjölda viðbragðsaðila vera á svæðinu. Hann segir að verið sé að greina þá sem voru í rútunni til að komast að því hvort fólks sé slasað.

Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu.Aðsend/Guðmundur Örn Magnússon

Björgunarmaður Landhelgisgæslunnar segir að þrír séu á að fara með þyrlunni. Það sé þó aðallega til að létta á viðbragðsaðilum á svæðinu en ekki vegna alvarlegra meiðsla.

Starfsmaður á starfstöð Landhelgisgæslunnar hefur staðfest að þyrlan sé í útkalli á Suðurlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang.Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×