Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2021 22:13 Arnar Gunnlaugsson var hnarreistur eftir leikinn á Kópavogsvelli. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Víkingar byrjuðu leikinn af gríðarlega miklum krafti og fengu tvö hættuleg færi en tókst ekki að fylgja því eftir. „Eins og fyrstu tuttugu mínúturnar spiluðust var eins og við værum að fara að vinna þennan leik 4-0. Eftir fyrsta markið vorum við rosa viðkvæmir og Breiðablik gekk á lagið. En tökum ekkert af Blikunum, eftir tuttugu mínútur voru þeir frábærir og þetta var ákveðin kennslustund í fótbolta,“ sagði Arnar. Hann segir að Víkingar geti ekki látið tapið stóra of mikið á sig fá í framhaldinu. „Það er mikilvægt fyrir okkur að láta þetta ekki skilgreina okkar tímabil. Svona gerist bara. Smáatriðin skipta svo miklu,“ sagði Arnar. Breiðablik spilaði ekki með neinn eiginlegan framherja í leiknum í kvöld. Arnar segir að það hafi ekki komið á óvart en Víkingar hafi samt ekki náð að leysa það. „Nei, nei. Þetta var bara sama kerfi og þeir spiluðu gegn Austria Vín. Vandamálið var að við vorum svo rosalega seinir að stíga inn á lausa manninn þeirra. Þetta er einföld stærðfærði, þegar þú spilar pressu spilarðu maður á mann. Þeir voru með þrjá frammi og við fjóra varnarmanni og einn af þeim hlaut að þurfa að stíga upp. Við gerðum það bara mjög illa eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis,“ sagði Arnar. Hann hefði viljað sjá varnarlínu Víkings vera framar í leiknum. „Hreyfanleiki í fótbolta er svolítil tálbeita. Stundum þarftu að lesa í stöðuna, hvenær þú mátt fara. Ég held að þú sæir yfirlitsmynd yfir Kópavogsvöll þegar Anton [Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks] var með boltann, þá verður varnarlínan að stíga ofar. Hún getur ekki bakkað tíu metra fyrir aftan miðlínuna því Anton er ekki Ederson þótt hann sé góður í löppunum,“ sagði Arnar. „Ég ætla ekki að spila mig sem sérfræðing en það þekkja allir hvernig Blikarnir spila. Við náðum að éta þá nokkuð vel í byrjun leiks en sjálftraustið hjá toppíþróttamönnum er fljótt að fara. Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt. Við koðnuðum niður en þeir stigu upp. Þetta er yndislegur leikur smáatriða. Blikarnir voru frábærir í kvöld.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:30