Thompson-Herah bætti gullinu í 200 metrunum við gullið sitt í 100 metrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 13:02 Elaine Thompson-Herah fagnar sigri sínum í dag. AP/Petr David Josek Elaine Thompson-Herah frá Jamaíka er spretthlaupsdrottning Ólympíuleikanna í Tókýó eftir sigur í úrslitum 200 metra hlaupsins í dag. Ungar hlaupakonur voru að gera góða hluti í bæði 200 og 800 metrunum. Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira