Setjum frelsið á dagskrá Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 08:00 Ég tilheyri þeirri kynslóð sem var mjög ung þegar hrunið átti sér stað. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en miklu síðar hve mikil áhrif það hafði á líf mitt að alast upp á þessum skrýtnu tímum. Ég tel að það hafi valdið því að áhugi minn á stjórnmálum hefur verið óþreytandi allar götur síðan og ég hafi ekki borðað slátur í 12 ár. Ég kenni auk þess stanslausum fréttaflutningi um að ég hafi, 11 ára gömul, skilið orð á borð við stýrivexti, verðbólgu og vanhæf ríkisstjórn. Hrunið varð til þess að almenningur ber lítið sem ekkert traust til stjórnmálanna. Alþingi er oft líkt við sandkassaleik, MORFÍs-keppni og fuglabjarg og sagt að þar komist ekkert að nema gæluverkefni stjórnmálamanna sem gleyma að horfa á stóru myndina. Frelsið er mikilvægt Þannig hafa frelsismál gjarnan verið álitin síðri viðfangsefni stjórnmálanna, gæluverkefni ungliðahreyfinga og mál sem tefja fyrir afgreiðslu annarra stærri mála. Frelsismál eru aftur á móti ekki síður mikilvæg en fjárlög, sjávarútvegsmál eða byggðastefna. Þeim sem einna helst hafa gagnrýnt frelsismálin hefur tekist að mála þau ljótum litum og koma óorði á stjórnmálamenn sem voga sér að ræða frelsið. Þegar stjórnmálamenn nefna dánaraðstoð, niðurfellingu mannanafnanefndar, afglæpavæðingu vímuefna og frjálsa sölu áfengis eru þeir bendlaðir við nýfrjálshyggju, einkavæðingu alls heilbrigðiskerfisins og boðun stjórnleysis í landinu. Það er síður en svo ætlun þeirra sem vekja máls á þessum mikilvægu málum að gera neitt slíkt heldur viljum við byggja upp traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki gert með því einu að þjóðin auki traust sitt á þingmönnum heldur verða þingmenn auk þess að geta treyst þjóðinni. Í því felst aukið frelsi til athafna og ábyrgð á eigin ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja enn frekar traustið. Hvað má? Ef tala á fyrir frelsi þarf að vera ljóst hvað er átt við. Frelsi felur ekki í sér ábyrgðarleysi heldur það að svo lengi sem þú gengur ekki á rétt annarra til frelsis getur þú gert hvað sem er. Svo er ekki raunin þegar kemur að mörgu hérlendis og enn er vankanta að finna á hvað fólk má og getur gert. Til dæmis væri fráleitt að halda því fram að fólk hafi frelsi til að menga enda gengur það gegn frelsi annarra til að búa þar sem þá langar. Fólk leitar á flótta frá heimilum sínum víðs vegar um heim þar sem ekki er byggilegt lengur vegna loftslagsbreytinga. Sömuleiðis getur það aldrei talist frelsi að ráðast gegn minnihlutahópum, þar sem það takmarkar frelsi þeirra til að upplifa sig örugga í samfélaginu. En hvað má þá? Hvar er hægt að auka frelsi okkar? Litlu frelsismálin Þau litlu frelsismál sem geyma lykilinn að auknum lífsgæðum, stórum sem smáum, eru mörg en hér vil ég sérstaklega nefna nokkur þeirra. Lögleiðing dánaraðstoðar felur í sér stóraukið frelsi einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama. Ef við höfum tekið óhjákvæmilegan dauðdaga í sátt í baráttu við erfiða sjúkdóma, ættum við að mega kveðja okkar fólk með reisn og öðlast stjórn á líkama okkar. Svo er ekki raunin, gerum betur. Afglæpavæðing vímuefna er nauðsynlegt fyrsta skref í átt að upprætingu undirheima. Við viljum taka völdin af körlunum sem þar stjórna og nýta óspart yfirburðastöðu sína gagnvart ungu fólki sem ratar á þessa braut. Með því að gera ungt fólk ekki að glæpamönnum stóreykst frelsi þeirra seinna í lífinu til náms, vinnu og lífs án þess að hafa þungan sakaferil að baki. Fólk sem notar vímuefni er hluti af okkar samfélagi og á að eiga afturkræft í mannanna veröld án þess að á þau sé skellt skömm og sakaskrá. Svo er ekki raunin, gerum betur. Frjáls sala áfengis tekur gæluverkefni úr höndum stjórnmálamanna. Hlutverk ríkisins á að vera að sjá fólki fyrir nauðsynjum, til dæmis að tryggja sanngjarnar bætur, gott menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Varla getur áfengi talist svo nauðsynleg vara að ríkið verði að skaffa hana. Vilji bruggmeistari fyrir norðan selja vörur sínar á markaði þurfa vörurnar að fara í gegnum ríkið, fyrst suður og svo í dreifingu. Já, líka þær flöskur sem á að selja fyrir norðan. Að ríkið sé best til þess fallið að selja áfengi er eins og staðan er í dag tilkomið vegna hefðar, ekki raunsæis. Fólk neytir áfengis sama hvaðan það kemur, eigum við þá ekki einnig að treysta fólki fyrir því hvaðan það kemur hvort sem það sé úr ÁTVR eða Melabúðinni? Svo er ekki raunin, gerum betur. Mannanafnanefnd veldur meiri skaða en gagni þegar nýbakaðir foreldrar þurfa að standa í ströngu gegn yfirvöldum svo að barn þeirra fái að bera það nafn sem þau sjálf ákveða. Aldrei hef ég séð réttlætanlega niðurstöðu nefndarinnar sem kemst að því að erlend nöfn eigi ekki fótfestu hér, sama þótt litið sé til þess að foreldri hafi sest hér að frá öðrum heimkynnum. Sköpunargleði þeirra sem finna upp á nýjum nöfnum eru því miður kæfð í fæðingu. Mörg nöfn hafa öðlast sterka hefð í nafnagjöf sem áður voru glæný og ekki víst að nöfnin myndu fá góðar viðtökur hjá Mannanafnanefnd ef þau kæmu fram í dag. Við búum svo vel að Barnaverndarnefnd sem gæti tekið mál til skoðunar ef nafn er virkilega talið barni til ama, þá kannski upprætum við ofbeldi gegn börnum mun fyrr en nú. Við eigum að hafa frelsi til nafns. Svo er ekki raunin, gerum betur. Hvað með allt hitt? Ef þingmenn eiga að þora að tala fyrir frelsinu, hvað verður þá um stóru málin? Ég tel þingmenn vel til þess fallna að geta unnið fyrir hagsmunum allra landsmanna. Það eru hagsmunir okkar allra fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Þetta er ekki spurning um annað hvort hitt eða þetta heldur viðsnúning á því áliti sem frelsismál hafa á sér í dag. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora því. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri þeirri kynslóð sem var mjög ung þegar hrunið átti sér stað. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en miklu síðar hve mikil áhrif það hafði á líf mitt að alast upp á þessum skrýtnu tímum. Ég tel að það hafi valdið því að áhugi minn á stjórnmálum hefur verið óþreytandi allar götur síðan og ég hafi ekki borðað slátur í 12 ár. Ég kenni auk þess stanslausum fréttaflutningi um að ég hafi, 11 ára gömul, skilið orð á borð við stýrivexti, verðbólgu og vanhæf ríkisstjórn. Hrunið varð til þess að almenningur ber lítið sem ekkert traust til stjórnmálanna. Alþingi er oft líkt við sandkassaleik, MORFÍs-keppni og fuglabjarg og sagt að þar komist ekkert að nema gæluverkefni stjórnmálamanna sem gleyma að horfa á stóru myndina. Frelsið er mikilvægt Þannig hafa frelsismál gjarnan verið álitin síðri viðfangsefni stjórnmálanna, gæluverkefni ungliðahreyfinga og mál sem tefja fyrir afgreiðslu annarra stærri mála. Frelsismál eru aftur á móti ekki síður mikilvæg en fjárlög, sjávarútvegsmál eða byggðastefna. Þeim sem einna helst hafa gagnrýnt frelsismálin hefur tekist að mála þau ljótum litum og koma óorði á stjórnmálamenn sem voga sér að ræða frelsið. Þegar stjórnmálamenn nefna dánaraðstoð, niðurfellingu mannanafnanefndar, afglæpavæðingu vímuefna og frjálsa sölu áfengis eru þeir bendlaðir við nýfrjálshyggju, einkavæðingu alls heilbrigðiskerfisins og boðun stjórnleysis í landinu. Það er síður en svo ætlun þeirra sem vekja máls á þessum mikilvægu málum að gera neitt slíkt heldur viljum við byggja upp traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki gert með því einu að þjóðin auki traust sitt á þingmönnum heldur verða þingmenn auk þess að geta treyst þjóðinni. Í því felst aukið frelsi til athafna og ábyrgð á eigin ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja enn frekar traustið. Hvað má? Ef tala á fyrir frelsi þarf að vera ljóst hvað er átt við. Frelsi felur ekki í sér ábyrgðarleysi heldur það að svo lengi sem þú gengur ekki á rétt annarra til frelsis getur þú gert hvað sem er. Svo er ekki raunin þegar kemur að mörgu hérlendis og enn er vankanta að finna á hvað fólk má og getur gert. Til dæmis væri fráleitt að halda því fram að fólk hafi frelsi til að menga enda gengur það gegn frelsi annarra til að búa þar sem þá langar. Fólk leitar á flótta frá heimilum sínum víðs vegar um heim þar sem ekki er byggilegt lengur vegna loftslagsbreytinga. Sömuleiðis getur það aldrei talist frelsi að ráðast gegn minnihlutahópum, þar sem það takmarkar frelsi þeirra til að upplifa sig örugga í samfélaginu. En hvað má þá? Hvar er hægt að auka frelsi okkar? Litlu frelsismálin Þau litlu frelsismál sem geyma lykilinn að auknum lífsgæðum, stórum sem smáum, eru mörg en hér vil ég sérstaklega nefna nokkur þeirra. Lögleiðing dánaraðstoðar felur í sér stóraukið frelsi einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama. Ef við höfum tekið óhjákvæmilegan dauðdaga í sátt í baráttu við erfiða sjúkdóma, ættum við að mega kveðja okkar fólk með reisn og öðlast stjórn á líkama okkar. Svo er ekki raunin, gerum betur. Afglæpavæðing vímuefna er nauðsynlegt fyrsta skref í átt að upprætingu undirheima. Við viljum taka völdin af körlunum sem þar stjórna og nýta óspart yfirburðastöðu sína gagnvart ungu fólki sem ratar á þessa braut. Með því að gera ungt fólk ekki að glæpamönnum stóreykst frelsi þeirra seinna í lífinu til náms, vinnu og lífs án þess að hafa þungan sakaferil að baki. Fólk sem notar vímuefni er hluti af okkar samfélagi og á að eiga afturkræft í mannanna veröld án þess að á þau sé skellt skömm og sakaskrá. Svo er ekki raunin, gerum betur. Frjáls sala áfengis tekur gæluverkefni úr höndum stjórnmálamanna. Hlutverk ríkisins á að vera að sjá fólki fyrir nauðsynjum, til dæmis að tryggja sanngjarnar bætur, gott menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Varla getur áfengi talist svo nauðsynleg vara að ríkið verði að skaffa hana. Vilji bruggmeistari fyrir norðan selja vörur sínar á markaði þurfa vörurnar að fara í gegnum ríkið, fyrst suður og svo í dreifingu. Já, líka þær flöskur sem á að selja fyrir norðan. Að ríkið sé best til þess fallið að selja áfengi er eins og staðan er í dag tilkomið vegna hefðar, ekki raunsæis. Fólk neytir áfengis sama hvaðan það kemur, eigum við þá ekki einnig að treysta fólki fyrir því hvaðan það kemur hvort sem það sé úr ÁTVR eða Melabúðinni? Svo er ekki raunin, gerum betur. Mannanafnanefnd veldur meiri skaða en gagni þegar nýbakaðir foreldrar þurfa að standa í ströngu gegn yfirvöldum svo að barn þeirra fái að bera það nafn sem þau sjálf ákveða. Aldrei hef ég séð réttlætanlega niðurstöðu nefndarinnar sem kemst að því að erlend nöfn eigi ekki fótfestu hér, sama þótt litið sé til þess að foreldri hafi sest hér að frá öðrum heimkynnum. Sköpunargleði þeirra sem finna upp á nýjum nöfnum eru því miður kæfð í fæðingu. Mörg nöfn hafa öðlast sterka hefð í nafnagjöf sem áður voru glæný og ekki víst að nöfnin myndu fá góðar viðtökur hjá Mannanafnanefnd ef þau kæmu fram í dag. Við búum svo vel að Barnaverndarnefnd sem gæti tekið mál til skoðunar ef nafn er virkilega talið barni til ama, þá kannski upprætum við ofbeldi gegn börnum mun fyrr en nú. Við eigum að hafa frelsi til nafns. Svo er ekki raunin, gerum betur. Hvað með allt hitt? Ef þingmenn eiga að þora að tala fyrir frelsinu, hvað verður þá um stóru málin? Ég tel þingmenn vel til þess fallna að geta unnið fyrir hagsmunum allra landsmanna. Það eru hagsmunir okkar allra fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Þetta er ekki spurning um annað hvort hitt eða þetta heldur viðsnúning á því áliti sem frelsismál hafa á sér í dag. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora því. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun