Erlent

Lést í á­tökum við bandaríska varnar­mála­ráðu­neytið

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður var við varnarmálaráðuneytið vegna átakanna. Starfsmönnum ráðuneytisins var skipað að halda kyrru fyrir í um 75 mínútur á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.
Mikill viðbúnaður var við varnarmálaráðuneytið vegna átakanna. Starfsmönnum ráðuneytisins var skipað að halda kyrru fyrir í um 75 mínútur á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir. AP/Kevin Wolf

Lögreglumaður er látinn af völdum stungusára sem hann hlaut í átökum við vopnaðan mann fyrir utan varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Árásarmaðurinn var skotinn til bana.

Átökin áttu sér stað á rútustoppistöð við varnarmálaráðuneytið í Virginíu, rétt utan við Washington-borg, í dag. Fréttamaður AP-fréttastofunnar heyrði nokkrum byssuskotum hleypt af.  Útgöngubann var sett á innan ráðuneytisbyggingarinnar á meðan lögregla brást við útkallinu.

Frekari upplýsingar um stunguárásina sem varð lögreglumanninum að bana og skothvellina liggja ekki fyrir, að sögn AP.

Hvorki Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, né Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, voru í ráðuneytinu þegar átökin áttu sér stað en þeir sátu þá fund með Joe Biden forseta í Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×